Erlent

Óttast stórbrotin hryðjuverk

MYND/AP

Leynileg bandarísk lögregluskýrsla sem er í undirbúningi fyrir Heimavarnarráðið varar því að al Qaeda samtökin séu að skipuleggja stórbrotin hryðjuverk nú í sumar. Háttsettur embættismaður með aðgang að skýrslunni greinir frá þessu við ABC fréttastofuna. Hann segir hryðjuverkin sem lögreglan óttast vera í anda þeirra sem voru framin 11 september.

Bandarískir embættismenn hafa haldið upplýsingunum leyndum og Michael Chertoff heimavarnarráðherra sagði við fréttamenn ABC að ekki séu neinar áreiðanlegar sannanir fyrir því að verið sé að skipulega árás á Bandaríkin.

ABC fréttastofan greinir frá því að starfsmenn lögreglunnar í Bandaríkjunum hafi fengið viðvörun um væntanleg hryðjuverk í Glasgow fyrir tveimur vikum síðan. Sú viðvörun virðist ekki hafa náð til embættismanna í Skotlandi því þeir segjast engar ábendingar hafa fengið um að Glasgow gæti verið skotmark.

Chertoff neitaði að svara fyrirspurn um málið en sagði stöðug samskipti vera við Breta.

Ólíkt Bandaríkjunum hafa embættismenn í Þýskalandi gefið út opinbera aðvörun um að möguleg hryðjuverk í anda þeirra sem framin voru 11 september séu í vændum þar í landi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×