Innlent

Eiturlyfjasalar á Landspítalanum

Sjúkrahússyfirvöld hafa engin tök á að stöðva eiturlyfjasölu inni á Landspítala háskólasjúkrahúsi, að mati lækningaforstjóra spítalans. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú lát konu á þrítugsaldri á Landspítalanum í fyrrinótt.

Talið er að hún hafi látist af völdum morfínskyldra lyfja. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði konan átt við vímuefnavanda að etja á árum áður en verið hrein í þrjú ár.

Konan lá á smitsjúkdómadeild með sýkingu sem algeng er meðal fíkla. Starfsfólk á deildinni mun hafa komið að henni á laugardag með sprautunál í handleggnum. Hún lést svo í fyrrinótt.

Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóri segir starfsfólk gruna að fíklar meðal sjúklinga selji eiturlyf inni á sjúkrahúsinu. Þeir hafi hins vegar ferðafrelsi og því hafi starfsfólk engin tök á að stöðva þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×