Kastljós sendir frá sér athugasemdir vegna úrskurðar siðanefndar 19. júní 2007 17:19 Helgi Seljan og Jónína Bjartmarz í Kastljósinu MYND/365 Kastljós hefur sent frá sér athugasemdir vegna úrskurðar Siðanefndar fyrr í dag og fara þær hér á eftir: Siðanefnd Blaðamannafélagsins sendi frá sér úrskurð í dag þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Kastljóss um veitingu ríkisborgararéttar til unnustu sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra hafi verið alvarlegt brot á 3. gr. Siðareglna Blaðamannafélagsins. Þessu mótmælir Kastljós harðlega og sömuleiðis vinnubrögðum nefndarinnar. Siðanefnd segir eftirfarandi: Siðanefnd telur að það sé sjálfsögð skylda fjölmiðla að veita stjórnvöldum aðhald og taka upp mál sem bent geta til þess að misfarið sé með vald. Fréttagildi þess máls sem hér er til umfjöllunar er því ótvírætt og hefði kærandi mátt gera sér ljóst að afgreiðsla þessa máls gæti vakið upp spurningar og að fjallað yrði um það í fjölmiðlum. Siðanefnd telur að það sé sjálfsögð skylda fjölmiðla að veita stjórnvöldum aðhald og taka upp mál sem bent geta til þess að misfarið sé með vald. Fréttagildi þess máls sem hér er til umfjöllunar er því ótvírætt og hefði kærandi mátt gera sér ljóst að afgreiðsla þessa máls gæti vakið upp spurningar og að fjallað yrði um það í fjölmiðlum. Svar KastljóssSiðanefndin fellst á það í upphafi úrskurðar síns að rétt hafi verið að fjalla um umrædda veitingu ríkisborgararéttar. Siðanefnd segir svo:Umfjöllun um þetta mál var að ýmsu leyti vandasöm, ekki síst vegna tímasetningarinnar, enda aðeins liðlega tvær vikur til alþingiskosninga. Svar KastljóssEkki verður annað séð en með þessum orðum sé siðanefnd BÍ að beina því til fjölmiðla að fjalla eigi öðruvísi um mál sem tengjast kjörnum fulltrúum rétt fyrir kosningar. Kastljós notar sömu viðmið í blaðamennsku í öllum málum óháð árstíðum eða því hvort kosningar eru í nánd. Eins er rétt að því sé haldið til haga að umrædd veiting ríkisfangs var samþykkt með lögum frá alþingi rétt fyrir sömu kosningar. Þeirri tímasetningu stjórnaði Kastljós ekki. Siðanefnd segir:"Af fyrsta þætti þessarar umfjöllunar, 26. apríl, má greinilega sjá að ekki hefur verið aflað nægilegra upplýsinga til gefa rétta mynd af málinu. Fréttamaðurinn virðist ekki hafa kynnt sér hvernig með umsóknir um ríkisfang sé farið…."Svar KastljóssKastljós hafnar þessum fullyrðingum Siðanefndar algjörlega enda kemur fram í umræddri umfjöllun hvernig meðferð slíkra umsókna er háttað; hvort sem er hjá ráðuneyti dómsmála eða allsherjarnefnd. Þetta kemur glögglega fram í umræddri umfjöllun 26.apríl þar sem stór hluti umfjöllunarinnar fjallar einmitt um hvernig ferli slíkra umsókna er hjá ráðuneyti og allsherjarnefnd. En þar sagði meðal annars: . "Það er dómsmálaráðherra sem veitir ríkisborgararétt að fenginni umsögn lögreglu og Útlendingastofnunar. Skilyrði til að hljóta ríkisborgararétt er að einstaklingur sem óskar þess hafi haft hér lögheimili í 7 ár, en einstaklingar með ríkisfang á norðurlöndunum þurfa þó einungis að hafa haft hér lögheimili í 3 ár. Undantekningar frá þessari reglu eru þó fyrir erlenda maka íslendinga, börn íslendinga og flóttamenn Allir þurfa að geta sýnt fram á framfærslu sína hér á landi og ekki hafa gerst brotlegir við lög[...]Allsherjarnefnd veitir tvisvar á ári tæplega tuttugu manns ríkisborgararétt sem hefur verið hafnað af ráðuneytinu." Siðanefnd segir:"Upplýsingar um fjölda umsækjenda voru rangar á þessu stigi og auk þess var blandað saman umsóknum sem lagðar voru fram á haustþingi og vorþingi. Umfjöllunin gaf því til kynna að fleiri umsóknum hefði verið hafnað en raunin var." Svar KastljóssKastljós fellst á að ekki hafi nákvæmlega verið farið rétt með fjölda umsækjenda í fyrstu umfjöllun um málið, en það má rekja til orðalags í greinargerð með umræddu lagafrumvarpi. Hér er um að ræða minniháttar staðreyndarvillu sem snertir ekki efnisatriði umfjöllunar Kastljóss. Siðanefnd segir:"Þá var orðalag mjög misvísandi varðandi umfjöllun Útlendingastofnunar um málið. Sagt var að hún hefði eindregið lagst gegn því að umræddur einstaklingur fengi ríkisborgararétt, þegar umsóknin fékk sömu afgreiðslu og aðrar umsóknir þar sem ekki voru uppfyllt öll þau skilyrði sem sett voru fyrir því að dómsmálaráðherra geti veitt ríkisborgararétt." Svar Kastljóss:Þetta er einfaldlega alrangt. Hvernig getur Siðanefnd fullyrt um einstaka efnisatriði máls út frá gögnum sem hún hefur ekki séð? Kastljós hefur hins vegar áreiðanlegar heimildir með vísan til umsókna allra umsækjendanna 18, að Útlendingastofnun hafi lagst eindregið gegn samþykkt umræddrar umsóknar. Það hafi ekki átt við um alla hina umsækjendurna. Umsókn stúlkunnar fékk ekki sömu afgreiðslu og annarra umsækjenda hjá Útlendingastofnun. Kastljós stendur við þessa fullyrðingu sína með vísan til heimilda og undrast um leið hvers vegna Siðanefnd véfengir þessar heimildir. Hefur Siðanefnd gögn undir höndum fullyrðingu sinni til stuðnings? Siðanefnd segir:"Í umfjölluninni kom fram að fá ef nokkur dæmi væru til um að fólk sem ekki hefði dvalið nema stuttan tíma á landinu fengi ríkisborgararétt. Fyrir því eru þó mörg fordæmi, samkvæmt upplýsingum sem síðar komu fram." Svar Kastljóss:Enn virðist Siðanefnd ekki hafa kannað umfjöllun Kastljóss. Í Kastljósinu kom afar skýrt fram að til væru undantekningar frá dvalarlengd og voru þær upplýsingar hafðar eftir formanni Allsherjarnefndar. Í umfjölluninni sagði: "Eftir því sem Kastljós kemst næst eru fá ef nokkur dæmi til um að fólk sem ekki hefur dvalið nema stuttan tíma á landinu hafi fengið hér ríkisborgararétt, fyrir því eru þó fordæmi en er eflaust mönnum í fersku minni mál Bobby Fisher og eins nokkurra íþróttamanna. Bjarni Benediktsson, formaður Allsherjarnefndar, sagði þó í samtali við Kastljós að við mat á umsóknum væri einna helst litið til þess hvort um væri að ræða börn Íslendinga eða hvort samfélaginu væri akkur í því að veita umsækjendum ríkisfang, eins og í tilfellum afreksfólks í íþróttum."Umfjöllun Kastljóss sýndi fram á að umræddur einstaklingur hafði dvalið stuttan tíma á landinu og fengið ríkisborgararétt á veigalitlum forsendum, það er vegna námsdvalar erlendis. Aðrir sem fengu ríkisborgararétt eftir svo stutta dvöl höfðu mun veigameiri ástæður fyrir sínum umsóknum; til að mynda var þar um að ræða börn Íslendinga og fólk sem hafði fengið hér ríkisfang á forsendum mannúðarsjónarmiða. Þetta staðfesta gögn allsherjarnefndar Alþingis. Því spyr Kastljós: Hvers vegna kýs Siðanefnd að líta framhjá kjarnanum í þessari umfjöllun Kastljóss? Siðanefnd segir:"Ekkert í gögnum málsins bendir til að kærandi hafi reynt að hafa áhrif á afgreiðslu allsherjarnefndar á umræddri umsókn." Svar KastljóssEins og fram kemur í umfjöllun Kastljóss og greinargerð þess til siðanefndar var aldrei sagt að umhverfisráðherra hefði beitt sér í málinu heldur var vakin athygli á óvenjulegri afgreiðslu málsins, eins og að ofan er rakið. Þegar svo við bætist að umræddur umsækjandi bjó á heimili ráðherrans er eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurninga, eins og Siðanefnd vísar í raun sjálf til fyrr í greinargerð sinni. Að lokum Að þessu sögðu er ljóst að ekki stendur steinn yfir steini í úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Gera verður þá kröfu til Siðanefndar Blaðamannafélagsins að hún vandi til verka þegar hún úrskurðar um verk blaðamanna, rétt eins og hún sjálf gerir kröfur til blaðamanna. Því miður virðist það ekki raunin í þessu máli. Þórhallur GunnarssonRitstjóri Kastljóss Sigmar GuðmundssonAðstoðarritstjóri Kastljóss Helgi SeljanFréttamaður Kastljóss Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Kastljós hefur sent frá sér athugasemdir vegna úrskurðar Siðanefndar fyrr í dag og fara þær hér á eftir: Siðanefnd Blaðamannafélagsins sendi frá sér úrskurð í dag þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að umfjöllun Kastljóss um veitingu ríkisborgararéttar til unnustu sonar Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra hafi verið alvarlegt brot á 3. gr. Siðareglna Blaðamannafélagsins. Þessu mótmælir Kastljós harðlega og sömuleiðis vinnubrögðum nefndarinnar. Siðanefnd segir eftirfarandi: Siðanefnd telur að það sé sjálfsögð skylda fjölmiðla að veita stjórnvöldum aðhald og taka upp mál sem bent geta til þess að misfarið sé með vald. Fréttagildi þess máls sem hér er til umfjöllunar er því ótvírætt og hefði kærandi mátt gera sér ljóst að afgreiðsla þessa máls gæti vakið upp spurningar og að fjallað yrði um það í fjölmiðlum. Siðanefnd telur að það sé sjálfsögð skylda fjölmiðla að veita stjórnvöldum aðhald og taka upp mál sem bent geta til þess að misfarið sé með vald. Fréttagildi þess máls sem hér er til umfjöllunar er því ótvírætt og hefði kærandi mátt gera sér ljóst að afgreiðsla þessa máls gæti vakið upp spurningar og að fjallað yrði um það í fjölmiðlum. Svar KastljóssSiðanefndin fellst á það í upphafi úrskurðar síns að rétt hafi verið að fjalla um umrædda veitingu ríkisborgararéttar. Siðanefnd segir svo:Umfjöllun um þetta mál var að ýmsu leyti vandasöm, ekki síst vegna tímasetningarinnar, enda aðeins liðlega tvær vikur til alþingiskosninga. Svar KastljóssEkki verður annað séð en með þessum orðum sé siðanefnd BÍ að beina því til fjölmiðla að fjalla eigi öðruvísi um mál sem tengjast kjörnum fulltrúum rétt fyrir kosningar. Kastljós notar sömu viðmið í blaðamennsku í öllum málum óháð árstíðum eða því hvort kosningar eru í nánd. Eins er rétt að því sé haldið til haga að umrædd veiting ríkisfangs var samþykkt með lögum frá alþingi rétt fyrir sömu kosningar. Þeirri tímasetningu stjórnaði Kastljós ekki. Siðanefnd segir:"Af fyrsta þætti þessarar umfjöllunar, 26. apríl, má greinilega sjá að ekki hefur verið aflað nægilegra upplýsinga til gefa rétta mynd af málinu. Fréttamaðurinn virðist ekki hafa kynnt sér hvernig með umsóknir um ríkisfang sé farið…."Svar KastljóssKastljós hafnar þessum fullyrðingum Siðanefndar algjörlega enda kemur fram í umræddri umfjöllun hvernig meðferð slíkra umsókna er háttað; hvort sem er hjá ráðuneyti dómsmála eða allsherjarnefnd. Þetta kemur glögglega fram í umræddri umfjöllun 26.apríl þar sem stór hluti umfjöllunarinnar fjallar einmitt um hvernig ferli slíkra umsókna er hjá ráðuneyti og allsherjarnefnd. En þar sagði meðal annars: . "Það er dómsmálaráðherra sem veitir ríkisborgararétt að fenginni umsögn lögreglu og Útlendingastofnunar. Skilyrði til að hljóta ríkisborgararétt er að einstaklingur sem óskar þess hafi haft hér lögheimili í 7 ár, en einstaklingar með ríkisfang á norðurlöndunum þurfa þó einungis að hafa haft hér lögheimili í 3 ár. Undantekningar frá þessari reglu eru þó fyrir erlenda maka íslendinga, börn íslendinga og flóttamenn Allir þurfa að geta sýnt fram á framfærslu sína hér á landi og ekki hafa gerst brotlegir við lög[...]Allsherjarnefnd veitir tvisvar á ári tæplega tuttugu manns ríkisborgararétt sem hefur verið hafnað af ráðuneytinu." Siðanefnd segir:"Upplýsingar um fjölda umsækjenda voru rangar á þessu stigi og auk þess var blandað saman umsóknum sem lagðar voru fram á haustþingi og vorþingi. Umfjöllunin gaf því til kynna að fleiri umsóknum hefði verið hafnað en raunin var." Svar KastljóssKastljós fellst á að ekki hafi nákvæmlega verið farið rétt með fjölda umsækjenda í fyrstu umfjöllun um málið, en það má rekja til orðalags í greinargerð með umræddu lagafrumvarpi. Hér er um að ræða minniháttar staðreyndarvillu sem snertir ekki efnisatriði umfjöllunar Kastljóss. Siðanefnd segir:"Þá var orðalag mjög misvísandi varðandi umfjöllun Útlendingastofnunar um málið. Sagt var að hún hefði eindregið lagst gegn því að umræddur einstaklingur fengi ríkisborgararétt, þegar umsóknin fékk sömu afgreiðslu og aðrar umsóknir þar sem ekki voru uppfyllt öll þau skilyrði sem sett voru fyrir því að dómsmálaráðherra geti veitt ríkisborgararétt." Svar Kastljóss:Þetta er einfaldlega alrangt. Hvernig getur Siðanefnd fullyrt um einstaka efnisatriði máls út frá gögnum sem hún hefur ekki séð? Kastljós hefur hins vegar áreiðanlegar heimildir með vísan til umsókna allra umsækjendanna 18, að Útlendingastofnun hafi lagst eindregið gegn samþykkt umræddrar umsóknar. Það hafi ekki átt við um alla hina umsækjendurna. Umsókn stúlkunnar fékk ekki sömu afgreiðslu og annarra umsækjenda hjá Útlendingastofnun. Kastljós stendur við þessa fullyrðingu sína með vísan til heimilda og undrast um leið hvers vegna Siðanefnd véfengir þessar heimildir. Hefur Siðanefnd gögn undir höndum fullyrðingu sinni til stuðnings? Siðanefnd segir:"Í umfjölluninni kom fram að fá ef nokkur dæmi væru til um að fólk sem ekki hefði dvalið nema stuttan tíma á landinu fengi ríkisborgararétt. Fyrir því eru þó mörg fordæmi, samkvæmt upplýsingum sem síðar komu fram." Svar Kastljóss:Enn virðist Siðanefnd ekki hafa kannað umfjöllun Kastljóss. Í Kastljósinu kom afar skýrt fram að til væru undantekningar frá dvalarlengd og voru þær upplýsingar hafðar eftir formanni Allsherjarnefndar. Í umfjölluninni sagði: "Eftir því sem Kastljós kemst næst eru fá ef nokkur dæmi til um að fólk sem ekki hefur dvalið nema stuttan tíma á landinu hafi fengið hér ríkisborgararétt, fyrir því eru þó fordæmi en er eflaust mönnum í fersku minni mál Bobby Fisher og eins nokkurra íþróttamanna. Bjarni Benediktsson, formaður Allsherjarnefndar, sagði þó í samtali við Kastljós að við mat á umsóknum væri einna helst litið til þess hvort um væri að ræða börn Íslendinga eða hvort samfélaginu væri akkur í því að veita umsækjendum ríkisfang, eins og í tilfellum afreksfólks í íþróttum."Umfjöllun Kastljóss sýndi fram á að umræddur einstaklingur hafði dvalið stuttan tíma á landinu og fengið ríkisborgararétt á veigalitlum forsendum, það er vegna námsdvalar erlendis. Aðrir sem fengu ríkisborgararétt eftir svo stutta dvöl höfðu mun veigameiri ástæður fyrir sínum umsóknum; til að mynda var þar um að ræða börn Íslendinga og fólk sem hafði fengið hér ríkisfang á forsendum mannúðarsjónarmiða. Þetta staðfesta gögn allsherjarnefndar Alþingis. Því spyr Kastljós: Hvers vegna kýs Siðanefnd að líta framhjá kjarnanum í þessari umfjöllun Kastljóss? Siðanefnd segir:"Ekkert í gögnum málsins bendir til að kærandi hafi reynt að hafa áhrif á afgreiðslu allsherjarnefndar á umræddri umsókn." Svar KastljóssEins og fram kemur í umfjöllun Kastljóss og greinargerð þess til siðanefndar var aldrei sagt að umhverfisráðherra hefði beitt sér í málinu heldur var vakin athygli á óvenjulegri afgreiðslu málsins, eins og að ofan er rakið. Þegar svo við bætist að umræddur umsækjandi bjó á heimili ráðherrans er eðlilegt að fjölmiðlar spyrji spurninga, eins og Siðanefnd vísar í raun sjálf til fyrr í greinargerð sinni. Að lokum Að þessu sögðu er ljóst að ekki stendur steinn yfir steini í úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Gera verður þá kröfu til Siðanefndar Blaðamannafélagsins að hún vandi til verka þegar hún úrskurðar um verk blaðamanna, rétt eins og hún sjálf gerir kröfur til blaðamanna. Því miður virðist það ekki raunin í þessu máli. Þórhallur GunnarssonRitstjóri Kastljóss Sigmar GuðmundssonAðstoðarritstjóri Kastljóss Helgi SeljanFréttamaður Kastljóss
Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira