Leikjavísir

HD-DVD í Toshiba fartölvur

HD-DVD drif frá Toshiba.
HD-DVD drif frá Toshiba.

Tæknirisinn Toshiba ætlar að koma HD-DVD drifi i allar fartölvur sínar á næsta ári. Ætlunin er að ná forskoti á keppinautana í næstu kynslóðar DVD baráttunni.

Playstation 3 frá Sony er einnig Blu-ray spilari og er það innlegg Sony í baráttuna. Varastjórnarformaður Toshiba, Hisatsugu Nonaka segir að þeir muni beita svipuðum aðferðum og Sony. Það er að segja skella HD-DVD spilaranum í fartölvurnar til að ná útbreiðslu.

„Eftirspurnin er til staðar, fólk vill horfa á hágæða myndefni á ferðinni," segir Nonaka.

Toshiba, sem seldi 9,2 miljónir fartölva árið 2006, gæti átt von a minni sölu þar sem spilararnir munu hækka verðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×