Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 08:45 Og ekki er myndatextinn síðri! Warhorse Studios Henry af Skalitz er loksins snúinn aftur, sjö árum síðan við hittum hann fyrst. Upprunalegi Kingdom Come: Deliverance, sem kom út árið 2018, er einn af mínum uppáhalds leikjum og KCD2 er svo sannarlega ekki að valda vonbrigðum. Saga leiksins er beint framhald fyrri leiksins og fjallar um sendiför Henrys og Hans Capon til Trosky í Bóhemíu á fimmtándu öld. Um mikið rósturtímabil er að ræða þar sem Sigismund af Lúxemborg hefur fangelsað Wenceslaus bróður sinn og ætlar sér að taka við stjórn Heilaga rómverska keisaraveldisins. Eins og yfirleitt gerist í leikjum sem þessum, gengur það ekki alveg eftir. Leikur ársins, í bili Ég ætla að byrja á að taka stórt upp í mig og segja að KCD2 er líklegur til að vera ársins í mínum huga, þar til GTA 6 kemur út allavega. Mér finnst stundum eins og þessi leikur hafi verið sniðinn fyrir mig. Fyrirsögnin á þessari grein var upprunalega bara smá vinnufyrirsögn sem ég henti upp en mér finnst hún alveg standa fyrir sínu og ákvað að halda henni bara. Það sem er hvað merkilegast við þennan leik er að ég hef orðið var við afar fáa bögga, ef einhverja sem skipta máli. Fyrsti leikurinn iðaði allur af böggum en að þessu sinni hafa ýmsir streymarar og blaðamenn fengið aðgang að leiknum mánuði fyrir útgáfu og allir talað um hvað hann væri fínpússaður og flottur. Sjá einnig: Stórkostleg hræra af böggum Ég hef í rauninni bara rekið mig á tvo galla á leiknum, sem ég hef tekið eftir. Í öðrum klikkaði hljóðið í leiknum og festist, svo ég þurfti að slökkva á leiknum og kveikja aftur. Hinn snerist um hurð sem ómögulegt var að opna en ég þurfti þess til að geta leyst tiltekið verkefni leiksins. Ég fann þó myndband sem hjálpaði mér að komast hjá þessum galla, en það er eingöngu hægt í PC tölvum. Betrumbætt en áfram einstakt bardagakerfi Nei, það var annar galli sem ég var að muna eftir. Sem Henry rambaði ég á drullusokk út í skógi og eðlilega réðst ég á hann. Drullusokkur þessi vildi þó ekki deyja og stóð af sér ítrekuð högg. Að endingu tók ég eftir því að drullusokkurinn var dauður en lét eins og hann væri lifandi. Hann stóð allavega þarna og andaði áfram en leikurinn sagði mér að hann væri dauður. Ég rændi auðvitað öllu af honum og eftir stóð svo gott sem allsber dauður gaur, sem leit þó út fyrir að vera lifandi. Stutt gúggl segir mér að það eigi ekki að vera uppvakningar í þessum leik, svo ég geri ráð fyrir að þetta sé einhver galli. Þá komum við að bardagakerfi KCD2. Það hefur tekið framförum frá fyrri leiknum en er enn nokkuð einstakt og tiltölega raunverulegt. Það hefur einnig verið einfaldað og betrumbætt, auk þess sem búið er að bæta við vopnum, eins og lásbogum, spjótum og fornum skotvopnum. Warhorse Studios Henry er á engum tímapunkti eins og Geralt frá Rivíu sem svífur um vígvöllinn stráfellandi óvini sína. Ef þú mætir fleiri en einum óvini snemma í leiknum eru meiri líkur en ekki á því að þú verðir drepinn og það ítrekað. Í upphafi leiksins verður Henry fyrir ákveðnum skakkaföllum sem endurstilla svo gott sem hæfileika hans og þar að auki á hann enga peninga. Það getur gert fyrstu klukkustundir leiksins gífurlega erfiðar, sérstaklega þar sem bardagakerfið getur verið mjög erfitt. Henry verður sífellt betri með þau vopn sem maður notar og það sama á við boga og lásboga. Þar borgar sig að æfa sig með því að skjóta í mark og gera það jafnvel lengi, ef maður hefur tíma til. Þetta skilar sér allt í öflugri Henyr og auðveldari og skemmtilegri spilun. Warhorse Studios hafa birt mikið af skemmtilegum myndböndum í aðdraganda útgáfu KCD2. Hér að neðan má sjá myndband um bardagakerfi leiksins. Fötin skapa dusilmennið „Æfingin skapar meistarann,“ sagði skáldið eða einhver gaur og það á við Henry á öllum sviðum, ekki eingöngu í bardagakerfinu. Því oftar sem maður talar við fólk, því betri verður hann í því að sannfæra aðra um hvað sem er. Hann verður betri í því að týna blóm, veiða dýr, drekka áfengi og að brugga allskonar seið. Hann verður sterkari á að halda á þungu sjitti og fær meira þol þegar maður hleypur. Fötin sem Henry klæðist skipta einnig máli fyrir hvað hann er að gera. Ef hann er klæddur eins og aðalsmaður á hann auðveldara með að tala fólk til og ef hann er klæddur í þar til gerð föt, dökk og létt, á hann auðveldara með að laumast um og ræna fólk. Þar er búið að gera mjög jákvæða breytingu milli leikja sem snýr að því að gera manni auðveldara að skipta um föt á Henry, eftir því hvað hann er að gera. Hægt er að vera með þrjár mismundandi útgáfur af því, svo maður er mun fljótari að skipta um þegar Henry þarf að laumupúkast. Það þarf hann nefnilega oft að gera. Íbúar Trosky og Kuttenberg eru reyndar merkilega glöggir þegar kemur að þjófnaði. Þeir þurfa ekki endilega að sjá Henry stela hlutum til að saka hann um það. Oft dugar til að sjá hann á svæðinu þar sem eitthvað hvarf, eða einhver dó. Ég hef þó ekki kannað þennan hluta leiksins nægilega vel enn, þar sem ég er að spila mjög heiðarlegan Henry að þessu sinni. Drykkja spilar merkilega stóra rullu í KCD2.Warhorse Studios Vel gerð verkefni Starfsmenn Warhorse Studios hafa lagt sérstaka áherslu á svokölluð hliðarverkefni leiksins, sem er jákvætt. Þau eru mörg mjög góð og skemmtileg. Þau varpa frekara ljósi á lifandi sögusvið leiksins og fjölmargar persónur hans, sem margar eru mjög kostulegar og áhugaverðar. Það er ansi sjaldan sem ég hef orðið var við að verkefnin séu eingöngu að fara eitthvað, finna eitthvað/drepa einhvern og snúa aftur. Þess í stað eru lang felst verkefninu með eitthvað sem gerir þau einstök. Hvort sem maður á að ráða niðurlögum djöfla sem herja á íbúa kastala, stela súlu eða myrða ræningja, er það sjaldan svo auðvelt að maður geti bara hlaupið í gegnum verkefnið. Það þykir mér jákvætt og gerir verkefnin mun eftirminnilegri en annars. Drullusokkar sem Henry hittiir á förnum vegi.Warhorse Studios Enn pirrandi vistun Snúum okkur að því sem er pirrandi. Það er ekki margt sem mér dettur í hug. Einn helsti gallinn sem snýr að spilun KCD2 er hvað sumir, minna skemmtilegir hlutar hans geta tekið langan tíma. Sérstaklega þegar maður þarf að gera þá aftur og aftur, og kannski aftur. Þá getur verið einkar pirrandi hvernig maður vistar leikinn en það á að mestu við snemma í leiknum. Í stuttu máli sagt, getur maður ekki vistað leikinn þegar maður vill. Maður þarf að kaupa eða brugga sérstakan drykk til þess. Þetta er svo sem ekkert mikið mál en getur verið frekar pirrandi fyrir fólk sem nennir ekki að spila sig gegnum sama sjittið nokkrum sinnum, eins og ég hef þurft að gera. Það á sérstaklega við í nokkrum löngum verkefnum þar sem eigur Henrys eru teknar af honum. Þetta stuðar mig smá, sérstaklega þar sem það stendur til að gera svokallað Hardcore-mode þar sem spilarar fá engin tækifæri til að vista leikinn nema þegar þeir taka sér pásu. Warhorse Studios Að öðru leyti hef ég ekki mikið til að rífa kjaft yfir, sem mér dettur í hug. Ég verð oft fjúkandi illur yfir þessum leik en það er eiginlega allaf mér sjálfum að kenna. Samantekt-ish Kingdom Come Deliverance, fyrri leikurinn, er meðal minna uppáhaldsleikja og ég er ekki frá því að KCD2 muni einnig koma sér fyrir á þeim lista. Það er eiginlega allt betrumbætt á milli leikja. Mér dettur ekki einn hluti leiksins í hug sem stendur í stað eða er verri í nýja leiknum. Ég er ekki viss um að það sé algengt að þetta takist með framhaldslseik. Að hann sé betrumbættur að nánast öllu leyti. Leikjadómar Tengdar fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Ég hef lengi verið aðdáandi Sniper Elite leikjanna. Ég spilaði upprunalega leikinn, sem kom út árið 2005 mikið og hef spilað langflesta af leikjunum síðan þá. Þeir eru margir. Sá nýjasti, Resistance, finnst mér samt koma með lítið sem ekkert nýtt að borði og ég hef rekið mig á fullt af göllum við spilunina.Þá er bersýnilegt að grafíkvél leiksins er komin til ára sinna. 6. febrúar 2025 08:45 Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl er æðislegur leikur. Hann er þó töluvert gallaður enn sem komið er, en í rauninni á maður ekki að búast við öðru af Stalker-leik. Andrúmsloft leiksins stendur upp úr 3. desember 2024 08:45 Leikirnir sem beðið er eftir Á þessum myrkustu tímum ársins er fólki hollt að rísa upp úr hversdagslegri eymdinni og líta til framtíðar. Að hætta að hjakka sífellt í sama gamla, og djúpa, farinu og líta jákvæðum augum til betri tíma og nýrra tölvuleikja. Út við sjóndeildarhringinn má nefnilega sjá glitta í GTA 6 en vonum að það sé ekki hilling. 8. janúar 2025 09:02 Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Matur Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Saga leiksins er beint framhald fyrri leiksins og fjallar um sendiför Henrys og Hans Capon til Trosky í Bóhemíu á fimmtándu öld. Um mikið rósturtímabil er að ræða þar sem Sigismund af Lúxemborg hefur fangelsað Wenceslaus bróður sinn og ætlar sér að taka við stjórn Heilaga rómverska keisaraveldisins. Eins og yfirleitt gerist í leikjum sem þessum, gengur það ekki alveg eftir. Leikur ársins, í bili Ég ætla að byrja á að taka stórt upp í mig og segja að KCD2 er líklegur til að vera ársins í mínum huga, þar til GTA 6 kemur út allavega. Mér finnst stundum eins og þessi leikur hafi verið sniðinn fyrir mig. Fyrirsögnin á þessari grein var upprunalega bara smá vinnufyrirsögn sem ég henti upp en mér finnst hún alveg standa fyrir sínu og ákvað að halda henni bara. Það sem er hvað merkilegast við þennan leik er að ég hef orðið var við afar fáa bögga, ef einhverja sem skipta máli. Fyrsti leikurinn iðaði allur af böggum en að þessu sinni hafa ýmsir streymarar og blaðamenn fengið aðgang að leiknum mánuði fyrir útgáfu og allir talað um hvað hann væri fínpússaður og flottur. Sjá einnig: Stórkostleg hræra af böggum Ég hef í rauninni bara rekið mig á tvo galla á leiknum, sem ég hef tekið eftir. Í öðrum klikkaði hljóðið í leiknum og festist, svo ég þurfti að slökkva á leiknum og kveikja aftur. Hinn snerist um hurð sem ómögulegt var að opna en ég þurfti þess til að geta leyst tiltekið verkefni leiksins. Ég fann þó myndband sem hjálpaði mér að komast hjá þessum galla, en það er eingöngu hægt í PC tölvum. Betrumbætt en áfram einstakt bardagakerfi Nei, það var annar galli sem ég var að muna eftir. Sem Henry rambaði ég á drullusokk út í skógi og eðlilega réðst ég á hann. Drullusokkur þessi vildi þó ekki deyja og stóð af sér ítrekuð högg. Að endingu tók ég eftir því að drullusokkurinn var dauður en lét eins og hann væri lifandi. Hann stóð allavega þarna og andaði áfram en leikurinn sagði mér að hann væri dauður. Ég rændi auðvitað öllu af honum og eftir stóð svo gott sem allsber dauður gaur, sem leit þó út fyrir að vera lifandi. Stutt gúggl segir mér að það eigi ekki að vera uppvakningar í þessum leik, svo ég geri ráð fyrir að þetta sé einhver galli. Þá komum við að bardagakerfi KCD2. Það hefur tekið framförum frá fyrri leiknum en er enn nokkuð einstakt og tiltölega raunverulegt. Það hefur einnig verið einfaldað og betrumbætt, auk þess sem búið er að bæta við vopnum, eins og lásbogum, spjótum og fornum skotvopnum. Warhorse Studios Henry er á engum tímapunkti eins og Geralt frá Rivíu sem svífur um vígvöllinn stráfellandi óvini sína. Ef þú mætir fleiri en einum óvini snemma í leiknum eru meiri líkur en ekki á því að þú verðir drepinn og það ítrekað. Í upphafi leiksins verður Henry fyrir ákveðnum skakkaföllum sem endurstilla svo gott sem hæfileika hans og þar að auki á hann enga peninga. Það getur gert fyrstu klukkustundir leiksins gífurlega erfiðar, sérstaklega þar sem bardagakerfið getur verið mjög erfitt. Henry verður sífellt betri með þau vopn sem maður notar og það sama á við boga og lásboga. Þar borgar sig að æfa sig með því að skjóta í mark og gera það jafnvel lengi, ef maður hefur tíma til. Þetta skilar sér allt í öflugri Henyr og auðveldari og skemmtilegri spilun. Warhorse Studios hafa birt mikið af skemmtilegum myndböndum í aðdraganda útgáfu KCD2. Hér að neðan má sjá myndband um bardagakerfi leiksins. Fötin skapa dusilmennið „Æfingin skapar meistarann,“ sagði skáldið eða einhver gaur og það á við Henry á öllum sviðum, ekki eingöngu í bardagakerfinu. Því oftar sem maður talar við fólk, því betri verður hann í því að sannfæra aðra um hvað sem er. Hann verður betri í því að týna blóm, veiða dýr, drekka áfengi og að brugga allskonar seið. Hann verður sterkari á að halda á þungu sjitti og fær meira þol þegar maður hleypur. Fötin sem Henry klæðist skipta einnig máli fyrir hvað hann er að gera. Ef hann er klæddur eins og aðalsmaður á hann auðveldara með að tala fólk til og ef hann er klæddur í þar til gerð föt, dökk og létt, á hann auðveldara með að laumast um og ræna fólk. Þar er búið að gera mjög jákvæða breytingu milli leikja sem snýr að því að gera manni auðveldara að skipta um föt á Henry, eftir því hvað hann er að gera. Hægt er að vera með þrjár mismundandi útgáfur af því, svo maður er mun fljótari að skipta um þegar Henry þarf að laumupúkast. Það þarf hann nefnilega oft að gera. Íbúar Trosky og Kuttenberg eru reyndar merkilega glöggir þegar kemur að þjófnaði. Þeir þurfa ekki endilega að sjá Henry stela hlutum til að saka hann um það. Oft dugar til að sjá hann á svæðinu þar sem eitthvað hvarf, eða einhver dó. Ég hef þó ekki kannað þennan hluta leiksins nægilega vel enn, þar sem ég er að spila mjög heiðarlegan Henry að þessu sinni. Drykkja spilar merkilega stóra rullu í KCD2.Warhorse Studios Vel gerð verkefni Starfsmenn Warhorse Studios hafa lagt sérstaka áherslu á svokölluð hliðarverkefni leiksins, sem er jákvætt. Þau eru mörg mjög góð og skemmtileg. Þau varpa frekara ljósi á lifandi sögusvið leiksins og fjölmargar persónur hans, sem margar eru mjög kostulegar og áhugaverðar. Það er ansi sjaldan sem ég hef orðið var við að verkefnin séu eingöngu að fara eitthvað, finna eitthvað/drepa einhvern og snúa aftur. Þess í stað eru lang felst verkefninu með eitthvað sem gerir þau einstök. Hvort sem maður á að ráða niðurlögum djöfla sem herja á íbúa kastala, stela súlu eða myrða ræningja, er það sjaldan svo auðvelt að maður geti bara hlaupið í gegnum verkefnið. Það þykir mér jákvætt og gerir verkefnin mun eftirminnilegri en annars. Drullusokkar sem Henry hittiir á förnum vegi.Warhorse Studios Enn pirrandi vistun Snúum okkur að því sem er pirrandi. Það er ekki margt sem mér dettur í hug. Einn helsti gallinn sem snýr að spilun KCD2 er hvað sumir, minna skemmtilegir hlutar hans geta tekið langan tíma. Sérstaklega þegar maður þarf að gera þá aftur og aftur, og kannski aftur. Þá getur verið einkar pirrandi hvernig maður vistar leikinn en það á að mestu við snemma í leiknum. Í stuttu máli sagt, getur maður ekki vistað leikinn þegar maður vill. Maður þarf að kaupa eða brugga sérstakan drykk til þess. Þetta er svo sem ekkert mikið mál en getur verið frekar pirrandi fyrir fólk sem nennir ekki að spila sig gegnum sama sjittið nokkrum sinnum, eins og ég hef þurft að gera. Það á sérstaklega við í nokkrum löngum verkefnum þar sem eigur Henrys eru teknar af honum. Þetta stuðar mig smá, sérstaklega þar sem það stendur til að gera svokallað Hardcore-mode þar sem spilarar fá engin tækifæri til að vista leikinn nema þegar þeir taka sér pásu. Warhorse Studios Að öðru leyti hef ég ekki mikið til að rífa kjaft yfir, sem mér dettur í hug. Ég verð oft fjúkandi illur yfir þessum leik en það er eiginlega allaf mér sjálfum að kenna. Samantekt-ish Kingdom Come Deliverance, fyrri leikurinn, er meðal minna uppáhaldsleikja og ég er ekki frá því að KCD2 muni einnig koma sér fyrir á þeim lista. Það er eiginlega allt betrumbætt á milli leikja. Mér dettur ekki einn hluti leiksins í hug sem stendur í stað eða er verri í nýja leiknum. Ég er ekki viss um að það sé algengt að þetta takist með framhaldslseik. Að hann sé betrumbættur að nánast öllu leyti.
Leikjadómar Tengdar fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Ég hef lengi verið aðdáandi Sniper Elite leikjanna. Ég spilaði upprunalega leikinn, sem kom út árið 2005 mikið og hef spilað langflesta af leikjunum síðan þá. Þeir eru margir. Sá nýjasti, Resistance, finnst mér samt koma með lítið sem ekkert nýtt að borði og ég hef rekið mig á fullt af göllum við spilunina.Þá er bersýnilegt að grafíkvél leiksins er komin til ára sinna. 6. febrúar 2025 08:45 Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl er æðislegur leikur. Hann er þó töluvert gallaður enn sem komið er, en í rauninni á maður ekki að búast við öðru af Stalker-leik. Andrúmsloft leiksins stendur upp úr 3. desember 2024 08:45 Leikirnir sem beðið er eftir Á þessum myrkustu tímum ársins er fólki hollt að rísa upp úr hversdagslegri eymdinni og líta til framtíðar. Að hætta að hjakka sífellt í sama gamla, og djúpa, farinu og líta jákvæðum augum til betri tíma og nýrra tölvuleikja. Út við sjóndeildarhringinn má nefnilega sjá glitta í GTA 6 en vonum að það sé ekki hilling. 8. janúar 2025 09:02 Mest lesið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Matur Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Ég hef lengi verið aðdáandi Sniper Elite leikjanna. Ég spilaði upprunalega leikinn, sem kom út árið 2005 mikið og hef spilað langflesta af leikjunum síðan þá. Þeir eru margir. Sá nýjasti, Resistance, finnst mér samt koma með lítið sem ekkert nýtt að borði og ég hef rekið mig á fullt af göllum við spilunina.Þá er bersýnilegt að grafíkvél leiksins er komin til ára sinna. 6. febrúar 2025 08:45
Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur S.T.A.L.K.E.R. 2: Heart of Chornobyl er æðislegur leikur. Hann er þó töluvert gallaður enn sem komið er, en í rauninni á maður ekki að búast við öðru af Stalker-leik. Andrúmsloft leiksins stendur upp úr 3. desember 2024 08:45
Leikirnir sem beðið er eftir Á þessum myrkustu tímum ársins er fólki hollt að rísa upp úr hversdagslegri eymdinni og líta til framtíðar. Að hætta að hjakka sífellt í sama gamla, og djúpa, farinu og líta jákvæðum augum til betri tíma og nýrra tölvuleikja. Út við sjóndeildarhringinn má nefnilega sjá glitta í GTA 6 en vonum að það sé ekki hilling. 8. janúar 2025 09:02