Þrjú lið í NBA ráða þjálfara 1. júní 2007 04:41 Steve Kerr NordicPhotos/GettyImages Miklar hræringar hafa verið í þjálfaramálum í NBA deildinni á síðustu dögum og í gær staðfestu þrjú félög í deildinni nýja þjálfara til starfa. Þá bárust þær fréttir í nótt að Steve Kerr hafi náð samkomulagi við Phoenix Suns um að gerast forseti og framkvæmdastjóri félagsins. Steve Kerr hóf feril sinn sem leikmaður með Phoenix á sínum tíma og á lítinn hlut í félaginu. Hann hefur undanfarið starfað sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni, en hann lauk keppni í útsendingu gærkvöldsins og sást yfirgefa svæðið með síma á eyranu. Hann vildi ekki tjá sig mikið um þessar fréttir og sagðist ekki geta sagt neitt um það að svo stöddu. Ljóst er að hann getur ekki tekið við nýju starfi fyrr en hann klárar samning sinn við sjónvarpsstöðina sem gildir út úrslitakeppnina í ár. Orlando Magic gekk í gær frá ráðningu þjálfarans Billy Donovan sem gerði lið Flórída Háskólans að meisturum tvö síðustu ár. Ekki er langt síðan Donovan skrifaði undir stóran samning við skólann, en Orlando bauð honum risasamning sem hann gat ekki hafnað og fréttir herma að hann fái allt að 27,5 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. Hann tekur við af Brian Hill. Marc Ivaroni var ráðinn þjálfari Memphis Grizzlies þar sem hann tekur við starfi Tony Barone. Ivaroni spilaði í 17 ár í deildinni og hefur verið aðstoðarþjálfari Phoenix Suns síðustu ár. Indiana Pacers réði til sín þjálfarann Jim O´Brien sem tekur við af Rick Carlisle. O´Brien er reyndur þjálfari sem áður stýrði meðal annars Philadelphia 76ers og Boston Celtics. Þá réði Michael Jordan hjá Charlotte Bobcats til sín gamlan kunningja í Rod Higgins sem tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá félaginu, en þeir voru saman í herbúðum Washington Wizards á sínum tíma. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Miklar hræringar hafa verið í þjálfaramálum í NBA deildinni á síðustu dögum og í gær staðfestu þrjú félög í deildinni nýja þjálfara til starfa. Þá bárust þær fréttir í nótt að Steve Kerr hafi náð samkomulagi við Phoenix Suns um að gerast forseti og framkvæmdastjóri félagsins. Steve Kerr hóf feril sinn sem leikmaður með Phoenix á sínum tíma og á lítinn hlut í félaginu. Hann hefur undanfarið starfað sem sjónvarpsmaður hjá TNT sjónvarpsstöðinni, en hann lauk keppni í útsendingu gærkvöldsins og sást yfirgefa svæðið með síma á eyranu. Hann vildi ekki tjá sig mikið um þessar fréttir og sagðist ekki geta sagt neitt um það að svo stöddu. Ljóst er að hann getur ekki tekið við nýju starfi fyrr en hann klárar samning sinn við sjónvarpsstöðina sem gildir út úrslitakeppnina í ár. Orlando Magic gekk í gær frá ráðningu þjálfarans Billy Donovan sem gerði lið Flórída Háskólans að meisturum tvö síðustu ár. Ekki er langt síðan Donovan skrifaði undir stóran samning við skólann, en Orlando bauð honum risasamning sem hann gat ekki hafnað og fréttir herma að hann fái allt að 27,5 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. Hann tekur við af Brian Hill. Marc Ivaroni var ráðinn þjálfari Memphis Grizzlies þar sem hann tekur við starfi Tony Barone. Ivaroni spilaði í 17 ár í deildinni og hefur verið aðstoðarþjálfari Phoenix Suns síðustu ár. Indiana Pacers réði til sín þjálfarann Jim O´Brien sem tekur við af Rick Carlisle. O´Brien er reyndur þjálfari sem áður stýrði meðal annars Philadelphia 76ers og Boston Celtics. Þá réði Michael Jordan hjá Charlotte Bobcats til sín gamlan kunningja í Rod Higgins sem tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá félaginu, en þeir voru saman í herbúðum Washington Wizards á sínum tíma.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira