Enski boltinn

Eto´o er til í að spila fyrir Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Kamerúnmaðurinn Samuel Eto´o hjá Barcelona segist vel geta hugsað sér að spila með enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool, því stuðningsmenn liðsins séu engum líkir. Eto´o hefur verið orðaður nokkuð við Liverpool á síðustu mánuðum og sumir segja hann vera óskaframherja Rafa Benitez knattspyrnustjóra.

"Það besta við Liverpool er stuðningsmennirnir. Ég hef spilað á Anfield í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar og stuðningur áhorfenda við liðið er engu líkur. Þeir keyra liðið áfram og það eru að mínu mati oft stuðningsmennirnir sem vinna leiki fyrir þá. Það væri gaman að njóta svona stuðnings sem leikmaður, en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég hef ekki heyrt neitt frá Liverpool, enda fara slíkir hlutir ekki í gegn um mig. Ég er bara að hugsa um næsta tímabil og því mun ég eyða hjá Barcelona. Enski boltinn er alltaf að verða betri og þar styðja stuðningsmennirnir við bakið á sínu liði í stað þess að baula bara á mótherjana," sagði Eto´o og bætti við að það væri erfiðara með hverju árinu fyrir sig að spila fyrir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×