Formúla 1

Alonso á ráspól í Mónakó

Fernando Alonso fagnar ráspólnum í dag
Fernando Alonso fagnar ráspólnum í dag NordicPhotos/GettyImages

Heimsmeistarinn Fernando Alonso á McLaren verður á ráspól í Mónakókappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hann hafði naumlega betur gegn félaga sínum Lewis Hamilton í tímatökum í dag. Hann var með innan við tveimur hundruðustu úr sekúndu betri tíma en hinn efnilegi Hamilton í dag. Felipe Massa hjá Ferrari náði þriðja besta tímanum en félagi hans Kimi Raikkönen varð að sætta sig við 15. sætið eftir að hann gerði mistök.

Þetta var í fyrsta skipti á tímabilinu sem McLaren-menn ná tveimur bestu tímunum í tímatökum og fyrsti ráspóll heimsmeistarans síðan í Kína í október í fyrra. Lengst af leit útfyrir að Hamilton næði sínum fyrsta ráspól á ferlinum í dag, en hann festist fyrir aftan Mark Webber hjá Red Bull í tímatökunum og félagi hans Alonso nýtti sér það og náði hraðasta hring í blálokin. Massa hjá Ferrari hafði verið á ráspól í þremur keppnum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×