Innlent

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins

Einn af vorboðunum sigldi inn Reykjavíkurhöfn í morgun. Það var fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, MS Fram, sem liggur við Miðbakkann í dag. Það er í sinni fyrstu ferð um heimsins höf og hefur viðkomu í Reykjavík á leið sinni til Grænlands. Skipið tekur á fjórða hundrað farþega en það er í eigu Hurtigruten í Noregi sem hefur í nokkur ár verið með skip við vesturströnd Grænlands og boðið upp á 7 daga siglingar um Diskóflóann. Nú hefur fyrirtækið látið sérsmíða þetta skip fyrir siglingarnar. Skipið heitir í höfuðið á fleyi norska heimskautafarans Friðþjófs Nansens og ferðirnar við strendur Grænlands eiga að hafa skírskotun í ferðir kappans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×