Útgáfudagur Halo 3 16. maí 2007 14:09 MYND/halo3.com Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn, sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni. Halo 3 er þriðji Halo leikurinn frá Microsoft. Fyrri tveir leikirnir Halo og Halo 2 hafa notið gríðarlegra vinsælda. Í Halo 3 heldur barátta framtíðarhermanna áfram við geimverur í geysilegu stríði sem senn tekur á enda. Búist er við því að leikurinn verði sterkt vopn í höndum Microsoft gegn Sony og Nintendo í stríði um yfirráð á leikjatölvumarkaðnum sem metinn er á um 30 milljarða dollara. Fyrsti Halo leikurinn kom út í nóvember árið 2001 á sama tíma og fyrsta Xbox tölvan. Halo var ein af ástæðum þess að Xbox náði fótfestu á markaðnum. Halo 2 kom út í nóvember árið 2004 og seldist fyrir um 125 milljónir dollara á fyrsta degi. Með því að gefa nýja leikinn út í september vonast Microsoft til þess að auka við notendafjölda sinn fyrir jólavertíðina sem er risastór á þessum markaði. Leikjavísir Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn, sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni. Halo 3 er þriðji Halo leikurinn frá Microsoft. Fyrri tveir leikirnir Halo og Halo 2 hafa notið gríðarlegra vinsælda. Í Halo 3 heldur barátta framtíðarhermanna áfram við geimverur í geysilegu stríði sem senn tekur á enda. Búist er við því að leikurinn verði sterkt vopn í höndum Microsoft gegn Sony og Nintendo í stríði um yfirráð á leikjatölvumarkaðnum sem metinn er á um 30 milljarða dollara. Fyrsti Halo leikurinn kom út í nóvember árið 2001 á sama tíma og fyrsta Xbox tölvan. Halo var ein af ástæðum þess að Xbox náði fótfestu á markaðnum. Halo 2 kom út í nóvember árið 2004 og seldist fyrir um 125 milljónir dollara á fyrsta degi. Með því að gefa nýja leikinn út í september vonast Microsoft til þess að auka við notendafjölda sinn fyrir jólavertíðina sem er risastór á þessum markaði.
Leikjavísir Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira