Körfubolti

Davis og Richardson mega spila í kvöld

Baron Davis lét skapið hlaupa með sig í gönur í fjórða leiknum, en sleppur með skrekkinn
Baron Davis lét skapið hlaupa með sig í gönur í fjórða leiknum, en sleppur með skrekkinn NordicPhotos/GettyImages

Þeir Baron Davis og Jason RIchardsson mega báðir leika með liði Golden State Warriors gegn Utah Jazz í úrslitakeppni NBA í kvöld þrátt fyrir að hafa gerst sekir um agabrot í síðasta leik. Fimmti leikur liðanna verður í beinni á NBA TV klukkan hálf þrjú í nótt.

Richardson fékk dæmda á sig ásetningsvillu fyrir gróft brot á Mehmet Okur í fjórða leik liðanna í Oakland í fyrrakvöld og Davis hefur nú einnig verið dæmdur fyrir óíþróttamannslega hegðun í þeim leik, þegar hann gef Derek Fisher olnbogaskot. Forráðamönnum deildarinnar þótti ekki ástæða til að dæma mennina í bann fyrir uppátæki sín, en liðið getur fallið úr leik með tapi í Utah í nótt. Þá verður einnig á dagskrá fimmti leikur Detroit og Chicago - þar sem Detroit getur tryggt sig í úrslit Austurdeildarinnar með sigri.

Agabrot hafa einnig sett svip sinn á einvígi Phoenix og San Antonio, en þar gæti verið að þeir Robert Horry hjá San Antonio og Boris Diaw og Amare Stoudemire yrðu allir í banni í næsta leik eftir agabrot í fjórða leik liðanna liðna nótt.

Annað kvöld verður svo bein útsending á NBA TV frá fimmta leik Cleveland og New Jersey þar sem Cleveland getur tryggt sig áfram í úrslit Austurdeildar með sigri.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×