Jónas áfram formaður Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. maí 2007 18:45 Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.Fyrir ellefu mánuðum sagði Jónas Garðarsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sig frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hafði gegnt fyrir Sjómannafélagið og Sjómannasamband Íslands. Þetta gerði hann í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur fann hann sekan um manndráp af gáleysi þegar skemmtibátur hans Harpan steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005 með þeim afleiðingum að karl og kona létust. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm í héraði sem var svo staðfestur í Hæstarétti í gær.Framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að Jónas hefði sagt sig tímabundið frá trúnaðarstörfum og óljóst hvað yrði þegar hann hefði tekið út sína refsingu. Jónas væri mjög vel liðinn af félagsmönnum. Helgi Kristinsson, settur formaður Sjómannafélagsins, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði Jónas missi fyrir félagið enda fjölhæfur maður sem hefði staðið sig vel í störfum fyrir sjómenn. Helgi sagði ekki útilokað að Jónas kæmi aftur til starfa - menn eins og hann væru ekki gripnir af götunni.Þess má geta að formaður er kosinn á aðalfundi Sjómannafélagsins. Venjan er að menn skili inn framboðum milli jóla og nýárs - sem síðan er kosið um ári síðar. Tvenn áramót eru liðin síðan slysið varð á Faxaflóa og enginn hefur boðið sig fram gegn Jónasi. Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi.Fyrir ellefu mánuðum sagði Jónas Garðarsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sig frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hafði gegnt fyrir Sjómannafélagið og Sjómannasamband Íslands. Þetta gerði hann í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur fann hann sekan um manndráp af gáleysi þegar skemmtibátur hans Harpan steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005 með þeim afleiðingum að karl og kona létust. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm í héraði sem var svo staðfestur í Hæstarétti í gær.Framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að Jónas hefði sagt sig tímabundið frá trúnaðarstörfum og óljóst hvað yrði þegar hann hefði tekið út sína refsingu. Jónas væri mjög vel liðinn af félagsmönnum. Helgi Kristinsson, settur formaður Sjómannafélagsins, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði Jónas missi fyrir félagið enda fjölhæfur maður sem hefði staðið sig vel í störfum fyrir sjómenn. Helgi sagði ekki útilokað að Jónas kæmi aftur til starfa - menn eins og hann væru ekki gripnir af götunni.Þess má geta að formaður er kosinn á aðalfundi Sjómannafélagsins. Venjan er að menn skili inn framboðum milli jóla og nýárs - sem síðan er kosið um ári síðar. Tvenn áramót eru liðin síðan slysið varð á Faxaflóa og enginn hefur boðið sig fram gegn Jónasi.
Fréttir Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira