Erlent

Erótíkin bjargar bókasafninu

MYND/Getty Images
Borgaryfirvöld í Vín í Austurríki hafa tekið upp á óvenjulegri aðferð til þess að afla fjár fyrir bókasöfnin. Þau réðu stúlku til þess að hvísla. Hún hvíslast á við viðskiptavini kynlífslínu sem borgin stofnaði.

Uppátæki er vissulega óvenjulegt en ekkert sérstaklega gróft. Viðskiptavinir línunnar borga 34 íslenskar krónur á mínútu fyrir að hlusta á leikkonu hvísla gamlar erótískar sögur.

Borgarráðið stofnaði kynlífslínuna fyrir mánuði síðan til þess að geta borgað fyrir endurhönnun og stækkun bókasafnsins.

Anne Bennent, fræg austurrísk kvikmyndastjarna, les upp úr frægum erótískum bókmenntum frá 18., 19. og 20. öldinni. Hægt verður að hringja í línuna út maímánuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×