Innlent

Senda út í breiðsniði

Allt sjónvarpsefni 365 miðla mun innan skamms verða sent út í breiðsniði en rúmlega helmingur sjónvarpstækja á heimilum landisns eru með þessu sniði en brátt munu gömlu túbusjónvörpin heyra sögunni til. Allt innlent efni sem framleitt er fyrir 365 er nú þegar sent út með þessu sniði.

Stöð 2 og Sýn eru fyrstu sjónvarpsstöðvarnar hér á landi til að senda út í breiðsniði. Sýn hóf tilraunaútsendingar með þessu sniði á HM í fyrra. Nú þegar er verið að senda út þætti eins og Grey's Anatomy, Kompás, Leitina að strákunum og Sjálfstætt fólk í breiðsniði og innan skamms mun allt sjónvarpsefni verða sent út í breiðsniði. Fyrst um sinn verða sendingar í breiðsniði auðkenndar sérstaklega með merki fyrir neðan sjónvarpsmerkið. Þetta er gert til að bæta þjónustu við viðskiptavini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×