Innlent

Sláandi lík lógó

Guðjón Helgason skrifar

Umræða um það hve vörumerki geta oft verið keimlík kviknaði fyrr í mánuðinum þegar sameinuð félög ESSO, Bílanausts og fleiri fyrirtækja kynntu nýja nafnið sitt N1 og þar með nýtt vörumerki. ESSO merkið gamla var þurrkað út og N1 kom í staðinn. Vakti merkið reiði hjá forsvarsmönnum fjölmiðlafyrirtækisins N4 á Akureyri. Þótti merkið hjá N einum sláandi líkt N fjórum.

N-ið í fylgd tölustafs eru nokkuð vinsælt við vörumerkjagerð eins og N1 merki á vöru frá Sun Microsystems og N4 merki bílaverkstæðis í Belgíu.

Merki Íslandshreyfingar Ómars Ragnarssonar er afar líkt merki ESS eða Essential Systems and Services. ESS er fyrirtæki sem hannar forrit til áhættustýringar í umhverfis- og heilbrigðismálum.

Athygli vekur hve keilík merki símarisans AT&T, NFS sálugu og þjónustufyrirtækið Servisair cargo. Einnig er athyglisvert hve merki FL Group svipar til merkis Footjoy sem selur skó. Svipuð eru einnig merki Skjás eins og heimilistækja framleiðandans Indesit. Merki Vörutorgsins á Skjá einum er ekki ósvipað merki Virginia Tech háskólans í Bandaríkjunum þar sem voðaverk voru framin fyrr í mánuðinum.

Á vefsíðunni firmalogo.is er hægt að kaupa forhönnuð vörumerki á 11.900 krónur og smella nafni fyrirtækis á það. Á síðu Firmalógó má finna ýmis vörumerki eins og eitt sem er ansi líkt merki alþjóðlega álrisans Alcan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×