Golf

Slæmur endasprettur hjá Heiðari

Heiðar Davíð Bragason úr Kili í Mosfellsbæ lék lokahringinn á Welness mótinu í Danmörku í dag á 77 höggum, eða 5 höggum yfir pari. Hann byrjaði vel og eftir 13 holur var hann á 2 höggum undir pari, en lék síðustu fimm holurnar á 7 höggum yfir pari.  Hann lék hringina þrjá á samtals 222 höggum, eða 6 höggum yfir pari. Heiðar Davíð hafnaði í 31.-34. sæti í mótinu.

Þegar hann kom á 14. teig var hann í fínum málum og í 10. sæti. Hann varð hins vegar að sætta sig við 7 högg á 14. holuna, sem er par-4. Við þetta missti hann taktinn, fékk reyndar par á 15. holu, en skolla á 16. og 17. holu og skramba á 18. holu. Hann hitti 9 brautir og 13 flatir í tilætluðum höggafjölda, og notaði 33 pútt á hringnum.

Heiðar lék fyrsta hringinn í mótinu á 72 höggum, eða pari og síðan var hann á  73 höggum í gær. Mótið er hluti af dönsku Scanplan mótaröðinni. Næsta mót hans verður eftir hálfan mánuð og verður það einnig á Scanplan mótaröðinni.

Frétt af Kylfingur.is 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×