Körfubolti

Tiltekt hjá Seattle Supersonics

Framtíðin er ekki sérlega björt hjá rótgrónu liði Seattle Supersonics og útlit fyrir að liðið fari frá borginni eftir næsta tímabil
Framtíðin er ekki sérlega björt hjá rótgrónu liði Seattle Supersonics og útlit fyrir að liðið fari frá borginni eftir næsta tímabil NordicPhotos/GettyImages

Eigendur Seattle Supersonics voru ekki sáttir við slakan árangur liðsins í deildarkeppninni í NBA í vetur og í gærkvöldi ráku þeir framkvæmdastjóra og þjálfara liðsins. Seattle lauk keppni með 31 sigur og 51 tap í deildarkeppninni og er það versti árangur liðsins 20 ár og þriðji lélegasti árangurinn í 40 ára sögu félagsins.

Rick Sund var rekinn úr stöðu framkvæmdastjóra og þjálfarinn Bob Hill fékk einnig að taka pokann sinn. Samningur Hill rann út nú í sumar og fer líklega frá félaginu, en Sund heldur áfram störfum sem ráðgjafi. Fjárfestar frá Oklahoma City keyptu félagið fyrir skömmu og meirihlutaeigandi félagsins lýsti því yfir fyrir skömmu að ólíklegt væri að félagið yrði lengur í Seattle en út næstu leiktíð.

Meiðsli settu stórt strik í reikninginn fyrir Seattle í vetur og tapaði liðið þar að auki 22 leikjum með 6 stigum eða minna. Bob Hill hafði áður starfað sem þjálfari hjá New York, San Antonio og Indiana, en hann hafði ekki þjálfað í deildinni í tíu ár þegar hann tók við Seattle á miðju síðasta tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×