Fækka þarf apótekum um þriðjung 23. apríl 2007 18:57 Fækka þarf apótekum á Íslandi um þriðjung til að lækka lyfjaverð, segir formaður Lyfjagreiðslunefndar. Lyf á Íslandi eru sextíu prósentum dýrari en lyf að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Hagstofa Evrópusambandsins gerði könnun á lyfjaverði í 33 Evrópulöndum. Borið var saman verð á 181 vinsælu lyfi í nóvember 2005. Ísland lendir í öðru sæti, er með næstdýrustu lyfin í Evrópu, 60 prósent yfir meðalverði, á eftir Sviss þar sem þau eru 87% yfir meðalverði í Evrópu. Í Danmörku og Noregi eru þau um 20% yfir meðalverði og 11 Finnlandi. Af Norðurlöndunum er aðeins Svíþjóð undir evrópsku meðalverði. Langódýrustu lyf álfunnar fást hins vegar í Makedóníu. Páll Pétursson, formaður Lyfjagreiðslunefndar, segir tölurnar frá Eurostat úreltar. Lyf hafi lækkað um hundruð milljóna síðan nóvember 2005. Nýrri samanburður frá desember 2006 á þrettán sérvöldum mikið seldum lyfjum í nokkrum Evrópulöndum sýna skárri mynd. Þær sýna, segir Páll, að heildsöluverð er á svipuðu róli hér og í nágrannalöndunum, hins vegar sé smásöluverðið út úr apótekinu mun hærra. Aðspurður hvort álagning apótekara sé of há, svarar Páll og lyfjadreifing sé dýr á Íslandi og það þurfi að fækka apótekum um þriðjung. Aðeins Danir leggja hærri virðisaukaskatt á lyf en Íslendingar. Hér er hann 24,5% en 25% í Danmörku. Í Finnlandi er hann til dæmis 8% og enginn í Svíþjóð og á Bretlandi. Hann skiptir verulegu máli, segir Páll. Og svo er það fákeppnin en Páll segir of fáa versla með lyf á Íslandi. Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Fækka þarf apótekum á Íslandi um þriðjung til að lækka lyfjaverð, segir formaður Lyfjagreiðslunefndar. Lyf á Íslandi eru sextíu prósentum dýrari en lyf að meðaltali á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í nýútkominni könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Hagstofa Evrópusambandsins gerði könnun á lyfjaverði í 33 Evrópulöndum. Borið var saman verð á 181 vinsælu lyfi í nóvember 2005. Ísland lendir í öðru sæti, er með næstdýrustu lyfin í Evrópu, 60 prósent yfir meðalverði, á eftir Sviss þar sem þau eru 87% yfir meðalverði í Evrópu. Í Danmörku og Noregi eru þau um 20% yfir meðalverði og 11 Finnlandi. Af Norðurlöndunum er aðeins Svíþjóð undir evrópsku meðalverði. Langódýrustu lyf álfunnar fást hins vegar í Makedóníu. Páll Pétursson, formaður Lyfjagreiðslunefndar, segir tölurnar frá Eurostat úreltar. Lyf hafi lækkað um hundruð milljóna síðan nóvember 2005. Nýrri samanburður frá desember 2006 á þrettán sérvöldum mikið seldum lyfjum í nokkrum Evrópulöndum sýna skárri mynd. Þær sýna, segir Páll, að heildsöluverð er á svipuðu róli hér og í nágrannalöndunum, hins vegar sé smásöluverðið út úr apótekinu mun hærra. Aðspurður hvort álagning apótekara sé of há, svarar Páll og lyfjadreifing sé dýr á Íslandi og það þurfi að fækka apótekum um þriðjung. Aðeins Danir leggja hærri virðisaukaskatt á lyf en Íslendingar. Hér er hann 24,5% en 25% í Danmörku. Í Finnlandi er hann til dæmis 8% og enginn í Svíþjóð og á Bretlandi. Hann skiptir verulegu máli, segir Páll. Og svo er það fákeppnin en Páll segir of fáa versla með lyf á Íslandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira