Erlent

160 fórust í bílsprengjuárásum

Bílsprengjur sprungu út um alla Bagdad, í dag.
Bílsprengjur sprungu út um alla Bagdad, í dag. MYND/AP

Bílsprengjur urðu að minnsta kosti 160 manns að fjörtjóni í Bagdad, í dag. Hver sprengjan af annarri sprakk nokkrum klukkustundum eftir að Nuiri al-Maliki, forsætisráðherra, lýsti því yfir að íraskar öryggissveitir muni taka við gæslu í öllu landinu um næstu áramót.

Sprengjurnar sprungu víðsvegar um borgina. Í einni bílsprengjunni fórust um 75 manns og yfir 100 særðust, að sögn lögreglunnar. Aðkoman þar var sögð skelfileg. Sundurtætt lík lágu út um allt og hópur fólks brann inni í litlum strætisvagni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×