Erlent

Bandarískir hermenn skutu þrjá írakska lögreglumenn

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/AP

Bandaríski herinn rannsakar nú hvers vegna bandarískir hermenn skutu í dag þrjá írakska lögreglumenn til bana í áhlaupi á híbýli uppreisnarmanna sem taldir eru tengjast al-Qaida.

Atvikið átti sér stað í Ramadi og kemur fram í tilkynningu frá bandaríska hernum að skotið hafi verið á hermennina sem svarað hafi í sömu mynt. Þrír menn hafi fallið og komið hafi í ljós að þeir væru írakskir lögreglumenn.

Herinn segir áhlaupið hafa verið vel skipulagt og að hann hafi ekki vitað af lögreglumönnum í nágrenninu. Sjö uppreisnarmenn voru handteknir í áhaupinu.

Annað líkt mál kom upp í Bagdad í dag en þar var maður sem sagðist starfa á vegum yfirvalda skotinn í áhlaupi á hús í Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×