Erlent

Hreyfing Sadrs ætlar úr ríkisstjórn

Frá Íraksþingi.
Frá Íraksþingi. MYND/AP

Stjórnmálahreyfing herskáa sjíaklerksins Moqtada al-Sadrs tilkynnti í dag að hún hygðist draga sig út úr ríkisstjórn Íraks á morgun til þess að þrýsta á um að Bandaríkjamenn legðu fram áætlun um brotthvarf hermanna sinna.

Hreyfingin ræður sex ráðuneytum og hefur um fjórðung þingmanna á írakska þinginu en ólíklegt er talið að þetta boði fall ríkisstjórnar Nouris al-Malikis forsætisráðherra.

Hins vegar er ekki talið ólíklegt að þetta auki á spennuna í ríkisstjórninni sem reynir að koma á lögum og reglu í landinu. Moqtada al-Sadr er mikill andstæðingur Bandaríkjahers en Mehdi-hersveitir hans hafa haft hægt um sig að undanförnu vegna áætlana Bandaríkjamanna og írakskra yfirvalda að ráða niðurlögum uppreisnarhópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×