Þrír flokkar vilja græna skatta 15. apríl 2007 18:40 Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur lagt fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis spurningar í nokkrum helstu málaflokkum. Við segjum frá svörum þeirra á næstu dögum. Við byrjuðum á grænu pólitíkinni sem margir töldu víst að yrði eitt helsta kosningamálið í vor. Kannanir hafa þó sýnt að umhverfismálin standa hjörtum - eða eigum við að segja vísakortum - kjósenda EKKI næst. En við byrjuðum á að spyrja hvort samþykkja ætti náttúruverndaráætlun á alþingi áður en farið væri út í frekari virkjanir fyrir stóriðju? Já, sögðu Samfylking, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Nei sögðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem vísa til verndar- og nýtingaráætlunar sem taka á gildi 2010. Frjálslyndir segja náttúruverndarsjónarmið eigi að vera í forgrunni við ákvörðun um virkjanir og Baráttusamtökin tóku ekki afstöðu. Við notum bílinn til flestra verka í stað þess að taka strætó eða hjóla á milli staða. Og það er ekki gott fyrir hnöttinn okkar. En hvað eiga stjórnvöld að gera til að þarfasti þjónninn verði vistvænni? Við spurðum: Ætlar flokkurinn að hvetja landsmenn til að skipta úr bensínbílum í umhverfisvænni bíla? Nánast allir flokkarnir svara játandi. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi vörugjöld á slíka bíla verið lækkuð. Enn eru þeir þó brot af bílaflotanum. Samfylking vill endurskoða tolla og vörugjöld á bíla, vinstri grænir vilja beita sköttum, Framsókn vill að skattar á vistvæna bíla verði hverfandi. Frjálslyndir hins vegar vilja að hagkvæmt verði að gera vistvænar breytingar á bílaflotanum. Íslandshreyfingin vill setja á gjald fyrir magn útblásturslofttegunda og lengdargjald á bíla eftir stærð. Baráttusamtökin vilja lækka innflutningsgjöld á vistvænum bílum. Og þá er það spurningin um græna skatta. Í Bretlandi til dæmis hafa menn ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og tvöfalda gjöld á flugfarþega. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs - að verðlauna vistvæna hegðun eða refsa fyrir óvistvæna. En við spurðum flokkana - Kemur til greina að leggja græna skatta á mengunarvalda? Sjálfstæðisflokkurinn vill umbuna fólki fyrir umhverfisvænan lífstíl í stað þess að nota þennan málaflokk sem afsökun fyrir skattheimtu. Íslandshreyfingin, Samfylking og Vinstri grænir sögðu já og Samfylkingin telur að grænir skattar bæti samkeppnisstöðu nýrra lausna. Framsóknarflokkurinn segir hagræna hvata betri til árangurs en skatta, Frjálslyndir telja hugsanlegt að skatta mengunarvalda sem fara yfir sett mengunarmörk og Baráttusamtökin tala um grænar dagssektir ef mengunarvarnarbúnaður fyrirtækja er ófullnægjandi. Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur lagt fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis spurningar í nokkrum helstu málaflokkum. Við segjum frá svörum þeirra á næstu dögum. Við byrjuðum á grænu pólitíkinni sem margir töldu víst að yrði eitt helsta kosningamálið í vor. Kannanir hafa þó sýnt að umhverfismálin standa hjörtum - eða eigum við að segja vísakortum - kjósenda EKKI næst. En við byrjuðum á að spyrja hvort samþykkja ætti náttúruverndaráætlun á alþingi áður en farið væri út í frekari virkjanir fyrir stóriðju? Já, sögðu Samfylking, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Nei sögðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem vísa til verndar- og nýtingaráætlunar sem taka á gildi 2010. Frjálslyndir segja náttúruverndarsjónarmið eigi að vera í forgrunni við ákvörðun um virkjanir og Baráttusamtökin tóku ekki afstöðu. Við notum bílinn til flestra verka í stað þess að taka strætó eða hjóla á milli staða. Og það er ekki gott fyrir hnöttinn okkar. En hvað eiga stjórnvöld að gera til að þarfasti þjónninn verði vistvænni? Við spurðum: Ætlar flokkurinn að hvetja landsmenn til að skipta úr bensínbílum í umhverfisvænni bíla? Nánast allir flokkarnir svara játandi. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi vörugjöld á slíka bíla verið lækkuð. Enn eru þeir þó brot af bílaflotanum. Samfylking vill endurskoða tolla og vörugjöld á bíla, vinstri grænir vilja beita sköttum, Framsókn vill að skattar á vistvæna bíla verði hverfandi. Frjálslyndir hins vegar vilja að hagkvæmt verði að gera vistvænar breytingar á bílaflotanum. Íslandshreyfingin vill setja á gjald fyrir magn útblásturslofttegunda og lengdargjald á bíla eftir stærð. Baráttusamtökin vilja lækka innflutningsgjöld á vistvænum bílum. Og þá er það spurningin um græna skatta. Í Bretlandi til dæmis hafa menn ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og tvöfalda gjöld á flugfarþega. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs - að verðlauna vistvæna hegðun eða refsa fyrir óvistvæna. En við spurðum flokkana - Kemur til greina að leggja græna skatta á mengunarvalda? Sjálfstæðisflokkurinn vill umbuna fólki fyrir umhverfisvænan lífstíl í stað þess að nota þennan málaflokk sem afsökun fyrir skattheimtu. Íslandshreyfingin, Samfylking og Vinstri grænir sögðu já og Samfylkingin telur að grænir skattar bæti samkeppnisstöðu nýrra lausna. Framsóknarflokkurinn segir hagræna hvata betri til árangurs en skatta, Frjálslyndir telja hugsanlegt að skatta mengunarvalda sem fara yfir sett mengunarmörk og Baráttusamtökin tala um grænar dagssektir ef mengunarvarnarbúnaður fyrirtækja er ófullnægjandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira