Þrír starfsmenn í íraska þinghúsinu yfirheyrðir 13. apríl 2007 12:07 Íraska þingið fordæmdi í morgun sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í þinghúsinu í Bagdad í gær. Einn þingmaður lét lífið í árásinni og tuttugu og tveir særðust. Þrír starfsmenn mötuneytis þingsins hafa verið yfirheyrðir í morgun vegna árásarinnar. Mohammed Awad, þingmanns úr röðum súnníta, var minnst við upphaf þingfundar í morgun með mínútuþögn. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sagði íraska þingið, ríkisstjórnina og fólkið í landinu vera eina órjúfanlega heild. Öll væru þau á sama skipinu og ef skipinu væri sökkt myndu allir sökkva með því og það myndi aldrei gerast. Eina skipið sem myndi sökkva væri skip hryðjuverka- og glæpamanna. Fámennt var í þingsalnum í dag þar sem margir áttu ekki heimangengt vegna útgöngubanns sem í gildi er. Fyrstu fréttir hermdu að átta hefðu beðið bana í árásinni, þar af þrír þingmenn, og fjölmargir slasast. Bandaríski herinn sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fram kemur að tala látinna hafi ekki verið eins há og haldið var í fyrstu. Aðeins einn þingmaður hafi látið lífið og tuttugu og tveir særst. Þinghúsið er á græna svæðinu í Bagdad en Bandaríkjamenn fara með öryggisgæslu á svæðinu. Hvergi annars staðar í Írak finnst jafn ströng öryggisgæsla og þar er. Ekki er vitað hvernig árásarmanninum tókst að komast inn í þinghúsið. Lögreglan hefur í dag yfirheyrt þrjá starfsmenn sem störfuðu í mötuneyti í þinghúsinu þar sprengjan sprakk. Öryggisgæsla í þinghúsinu hefur verið færð í hendur innanríkisráðherra landsins en einkafyrirtæki sá um gæsluna. Írak Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Íraska þingið fordæmdi í morgun sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var í þinghúsinu í Bagdad í gær. Einn þingmaður lét lífið í árásinni og tuttugu og tveir særðust. Þrír starfsmenn mötuneytis þingsins hafa verið yfirheyrðir í morgun vegna árásarinnar. Mohammed Awad, þingmanns úr röðum súnníta, var minnst við upphaf þingfundar í morgun með mínútuþögn. Mahmoud al-Mashhadani, forseti þingsins, sagði íraska þingið, ríkisstjórnina og fólkið í landinu vera eina órjúfanlega heild. Öll væru þau á sama skipinu og ef skipinu væri sökkt myndu allir sökkva með því og það myndi aldrei gerast. Eina skipið sem myndi sökkva væri skip hryðjuverka- og glæpamanna. Fámennt var í þingsalnum í dag þar sem margir áttu ekki heimangengt vegna útgöngubanns sem í gildi er. Fyrstu fréttir hermdu að átta hefðu beðið bana í árásinni, þar af þrír þingmenn, og fjölmargir slasast. Bandaríski herinn sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fram kemur að tala látinna hafi ekki verið eins há og haldið var í fyrstu. Aðeins einn þingmaður hafi látið lífið og tuttugu og tveir særst. Þinghúsið er á græna svæðinu í Bagdad en Bandaríkjamenn fara með öryggisgæslu á svæðinu. Hvergi annars staðar í Írak finnst jafn ströng öryggisgæsla og þar er. Ekki er vitað hvernig árásarmanninum tókst að komast inn í þinghúsið. Lögreglan hefur í dag yfirheyrt þrjá starfsmenn sem störfuðu í mötuneyti í þinghúsinu þar sprengjan sprakk. Öryggisgæsla í þinghúsinu hefur verið færð í hendur innanríkisráðherra landsins en einkafyrirtæki sá um gæsluna.
Írak Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira