Innlent

Mikil reiði meðal hjúkrunarfræðinga

Mikil reiði er meðal hjúkrunarfræðinga á Akureyri vegna nýrra upplýsinga um kjaramál. Tvöfalt fleiri norðlenskir hjúkrunarfræðingar eru á lægri taxta en á Landspítalanum án þess að menntun eða reynsla skýri þann mun.

Um 30% hjúkrunarfólks fyrir norðan er á lægsta taxtanum samanborið við 14% starfsmanna Landspítalans. Hér er átt við laun um rúmar 226.000 eða minna.

Trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri segir þessar fréttir vera sláandi og nú sé almenn reiði meðal starfsfólksins.

Baldur Dýrfjörð starfsmannastjóri FSA segir nú unnið að rannsókn meðal starfsfólksins til að skoða þetta misræmi. Hann telur að reynslulitlir hjúkrunarfræðingar séu með of há laun miðað við taxta. Trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga spáir einfaldlega flótta af sjúkrahúsinu fáist ekki leiðrétting af þessari mismunun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×