Vilja lækka skatta, hægja á virkjunarmálum og stórauka vegaframkvæmdir Jónas Haraldsson skrifar 9. apríl 2007 16:27 Geir H. Haarde, formaður sjálfstæðisflokksins. MYND/Heiða Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. Þetta kemur allt fram í drögum að ályktum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ályktað um fjölmörg mál og eru margir flokkar teknir fyrir. Varðandi efnahagsmál sýnist mest áhersla vera á að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki og að skapa umhverfi sem hvetur fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar. Í ferðamálum á að leggja sérstaka áherslu á að auka hagnað ferðaþjónustu um allt land utan háannatíma, athuga með lækkun áfengisgjalds til samræmis við nágrannalöndin og tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar og um leið ferðaþjónustunnar. Í iðnaðarmálum vilja sjálfstæðismenn hægja á ferðinni í virkjunarmálum vegna þenslu og lögð er áhersla á að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Einnig er talið að ríkisvaldið beiti sér ekki fyrir frekari uppbyggingu stóriðju. Þá á að leggja áherslu á að auðvelt sé að koma erlendu vinnuafli til landsins og að tryggja að það njóti sömu kjara og íslenskt vinnuafl. Í landbúnaðarmálum ætlar flokkurinn að stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Þá telur hann mikilvægt að endurskoða stjórnarskránna og skilgreina hlutverk forseta og eðli og myndun valdheimildar ríkisstjórnar. Einnig er talað um að fækka ráðuneytum og skapa eitt atvinnuvegaráðuneyti og annað velferðarráðuneyti. Þá á að hvetja til stórátaks í samgöngumálum þar sem núverandi ástand er ekki talið viðunandi. Hægt er að nálgast drögin í heild sinni hér fyrir neðan. Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira
Samkvæmt drögum að ályktunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vill flokkurinn lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, athuga með lækkun áfengisgjalds, leggja áherslu á að auka tekjur af ferðaþjónustu, gera stórátak í að jafna launamun kynjanna og hægja á ferðinni í virkjunarmálum. Á sama tíma vill flokkurinn stórauka vegaframkvæmdir og koma þjóðvegakerfi landsins í sómasamlegt horf. Þetta kemur allt fram í drögum að ályktum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ályktað um fjölmörg mál og eru margir flokkar teknir fyrir. Varðandi efnahagsmál sýnist mest áhersla vera á að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki og að skapa umhverfi sem hvetur fjölskyldur til sparnaðar en ekki skuldsetningar. Í ferðamálum á að leggja sérstaka áherslu á að auka hagnað ferðaþjónustu um allt land utan háannatíma, athuga með lækkun áfengisgjalds til samræmis við nágrannalöndin og tryggja að nýting auðlinda sé í samræmi við langtímahagsmuni þjóðarinnar og um leið ferðaþjónustunnar. Í iðnaðarmálum vilja sjálfstæðismenn hægja á ferðinni í virkjunarmálum vegna þenslu og lögð er áhersla á að klára rammaáætlun um virkjunarkosti sem fyrst. Einnig er talið að ríkisvaldið beiti sér ekki fyrir frekari uppbyggingu stóriðju. Þá á að leggja áherslu á að auðvelt sé að koma erlendu vinnuafli til landsins og að tryggja að það njóti sömu kjara og íslenskt vinnuafl. Í landbúnaðarmálum ætlar flokkurinn að stefna að því að almenn markaðslögmál gildi í landbúnaði eins og öðrum atvinnugreinum. Þá telur hann mikilvægt að endurskoða stjórnarskránna og skilgreina hlutverk forseta og eðli og myndun valdheimildar ríkisstjórnar. Einnig er talað um að fækka ráðuneytum og skapa eitt atvinnuvegaráðuneyti og annað velferðarráðuneyti. Þá á að hvetja til stórátaks í samgöngumálum þar sem núverandi ástand er ekki talið viðunandi. Hægt er að nálgast drögin í heild sinni hér fyrir neðan.
Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Sjá meira