Erlent

Rice ætlar að ræða við Írana

Condoleezza Rice þykir hörð í horn að taka.
Condoleezza Rice þykir hörð í horn að taka. MYND/AFP

Condoleezza Rice, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar sér að hefja beinar viðræður við Írana um hugsanlegt hlutverk þeirra í Írak þegar hún fer á fund sem verður haldinn í maí. Rice sagði líklegt að fundurinn yrði haldinn af ráðherrum en undirmenn utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Írans áttu fundi í mars síðastliðnum.

Bandaríkin hafa ásakað Íran um að auka á ólgu í Írak og ætlar Rice sér að ræða þau málefni við fulltrúa Írana. Ekki verður rætt um kjarnorkumál Írans nema að Íranar hafi samþykkt að hætta auðgun úrans. Íranar harðneita því að þeir séu að skipta sér af málum í Írak sem og að þeir ætli sér að koma upp kjarnorkuvopnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×