Erlent

Sjóliðarnir komnir til Bretlands

Sjóliðarnir sjást hér í Íran rétt áður en þeir lögðu af stað til Bretlands í morgun.
Sjóliðarnir sjást hér í Íran rétt áður en þeir lögðu af stað til Bretlands í morgun. MYND/AFP

Bresku sjóliðarnir fimmtán, sem voru í haldi Írana í nærri tvær vikur, lentu í morgun á Heathrow flugvelli rétt fyrir utan Lundúnir. Sjóliðarnir flugu frá Tehran með British Airways um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Fóru þeir beint um borð í herþyrlur sem fluttu þá í herstöð í Devon þar sem þeir munu hitta ættingja sína.

Tony Blair sagði við komu þeirra að mikil ánægja ríkti með heimkomu sjóliðanna og lausn málsins. Hann harmaði þó að hermenn létu enn lífið í Írak en 4 hermenn létust í sprengingu í Basra í Írak í morgun. Hann minnti einnig á að alþjóðsamfélagið mætti ekki gefa eftir í kjarnorkudeilunni við Írana.

Sjóðliðarnir voru handteknir fyrir meint landhelgisbrot og vildu stjórnvöld í Íran að bresk stjórnvöld viðurkenndu að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Bretar neituðu því.

Forseti Írana, Mahmoud Ahmadinejad, tilkynnti svo á blaðamannafundi í gær að hann hefði náðað sjóliðana og sagði ákvörðunina gjöf til Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×