Erlent

Solana ræddi við Larijani

Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturlöndin.
Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við vesturlöndin. MYND/AFP

Utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, Javier Solana, ræddi í gær við Ali Larijani, aðalsamningamann Írana í kjarnorkumálum, um möguleikann á að hefja viðræður um kjarnorkuáætlun Írana á næstunni. Samtal þeirra átti sér stað áður en sjóliðunum bresku var sleppt og vitað er að Solana talaði um mál þeirra við Larijani.

Búist er við því að Solana og Larijani ræðist við á næstu dögum um hugsanlegar viðræður um kjarnorkumálin. Ekki er vitað hvort að samtal þeirra hafi átt þátt í laun sjóliðadeilunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×