Ákvörðun um kosningar í Úkraínu endanleg 3. apríl 2007 18:49 Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í dag eftir að forseti landsins, Viktor Jústjenkó, ákvað skyndilega að rjúfa þing og boða til kosninga í lok maí. Ástæða ákvörðunarinnar er grimmileg valdabarátta þeirra Viktors Janukovits, forsætsráðherra. Á undanförnum mánuðum hefur Janukovits tekist að lokka yfir í þinglið sitt fjölmarga flokksbræður Jústsjenkós. Ekki vantar mikið upp á að ríkisstjórn hans hafi nægilegan styrk til að beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum forsetans. Þetta segir Jústjenkó hins vegar brjóta í bága við stjórnarskrána því einungis flokkar en ekki einstaklingar mega söðla um, og því hafi þingrof verið eina lausnin. Janukovits brást ókvæða við ákvörðun forsetans og sagði hann hafa gert afdrifarík mistök. Þá neituðu nokkrir stuðningsmanna hans á þinginu að leggja niður störf og kröfðust þess að stjórnlagadómstóll landsins ógilti ákvörðunina. Jústsjenkó kallaði Janukovits á sinn fund í dag og tjáði honum að sér yrði ekki haggað og varaði hann um leið við því að efna til uppþota. Nokkur þúsund manns hafa síðan í gærkvöld tekið sér stöðu fyrir utan þinghúsið og mótmælt þingrofinu á friðsamlegan hátt, á sama torgi og appelsínugula byltingin svonefnda hófst haustið 2004 þegar þessir erkifjendur börðust um forsetaembættið. Fréttir Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Viktor Jústsjenkó forseti Úkraínu segir að ákvörðun sín um að rjúfa þing og boða til kosninga sé endanleg og varar andstæðinga sína við að efna til uppþota. Þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kænugarði í dag til að mótmæla ákvörðun forsetans. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í dag eftir að forseti landsins, Viktor Jústjenkó, ákvað skyndilega að rjúfa þing og boða til kosninga í lok maí. Ástæða ákvörðunarinnar er grimmileg valdabarátta þeirra Viktors Janukovits, forsætsráðherra. Á undanförnum mánuðum hefur Janukovits tekist að lokka yfir í þinglið sitt fjölmarga flokksbræður Jústsjenkós. Ekki vantar mikið upp á að ríkisstjórn hans hafi nægilegan styrk til að beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum forsetans. Þetta segir Jústjenkó hins vegar brjóta í bága við stjórnarskrána því einungis flokkar en ekki einstaklingar mega söðla um, og því hafi þingrof verið eina lausnin. Janukovits brást ókvæða við ákvörðun forsetans og sagði hann hafa gert afdrifarík mistök. Þá neituðu nokkrir stuðningsmanna hans á þinginu að leggja niður störf og kröfðust þess að stjórnlagadómstóll landsins ógilti ákvörðunina. Jústsjenkó kallaði Janukovits á sinn fund í dag og tjáði honum að sér yrði ekki haggað og varaði hann um leið við því að efna til uppþota. Nokkur þúsund manns hafa síðan í gærkvöld tekið sér stöðu fyrir utan þinghúsið og mótmælt þingrofinu á friðsamlegan hátt, á sama torgi og appelsínugula byltingin svonefnda hófst haustið 2004 þegar þessir erkifjendur börðust um forsetaembættið.
Fréttir Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira