Erlent

Börn seld á 400 krónur á Indlandi

Börn í Asíu eru oft neydd til vændis á unga aldri.
Börn í Asíu eru oft neydd til vændis á unga aldri.

Það kostar margfallt minna að kaupa barn en búfénað á Indlandi. Buffalar geta kostað í kringum 30 þúsund krónur, en það er hægt að kaupa börn fyrir 400 til 3000 krónur. Börnin er yfirleitt notuð í nauðungarvinnu eða neydd til vændis. Barnasalarnir hafa svo sterk tengsl við lögregluna að þeir eru sárasjaldan handteknir.

Bhuvan Ribhu, talsmaður samtakanna Björgum barnæskunni, á Indlandi, segir að í nýrri skýrslu sem kynnt verður á þessu ári komi fram að verslun með börn sé ekki flóknari en verslun með búfénað. Hann nefnir sem dæmi tvo bræður í Bihar héraði sem voru seldir fyrir 400 krónur hvor. Það voru foreldrarnir sem seldu þá. Þeir voru svo fluttir burt úr héraðinu, í samvinnu við lögregluna.

Ribhu segir að barnasalarnir séu í svo nánum tengslum við lögregluna, í sumum héruðum landsins, að þeir geti óhindrað ferðast um og leitað að börnum til þess að kaupa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×