Iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af efnahagsmálum 1. apríl 2007 18:59 Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. Fyrirfram var búist við spennandi kosningum og það gekk eftir. 50,3 prósent Hafnfirðinga sögðu já við stækkun álversins en 49,7 prósent sögðu nei. Ljóst er því að ekkert verður af stækkuninni. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af því að efnahagslífið líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga. "Þetta mun trúlega hafa einhver áhrif á fjárfestingaumhverfið og viðskiptaumhverfið í landinu" segir Jón. Hann segir það vera eitthvað sem menn verði að hafa í huga þegar þeir taki ákvörðun af þessu tagi. Aðspurður sagðist hann hafa áhyggjur af því. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki enda geti menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á fjárfestingarfyrirtæki í landinu ef það orð leggst á að fyrirtæki hafi enga vissu og ekkert öryggi eða rétt þrátt fyrir að þau séu búin að leggja fram stórfé eins var í þessu tilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega munu niðurstöðurnar hafa áhrif á efnahagslífið enda séu þær svar við þeirri kröfu sem uppi hefur verið um að ná niður þenslunni í efnahagsmálum og þessa ákvörðun tekur almenningur í Hafnarfirði en ekki ríkið. Ingibjörg Sólrún segir kosningarnar hins vegar marka tímamót í þróun lýðræðis hér á landi. Henni finnst þátttakan vera sigur fyrir lýðræðið. Hún er sannfærð um að dagurinn í gær hafi markað tímamót í sögulegri þróun íbúalýðræðis. Í svipaðan streng tók menntamálaráðherra en hann var gestur Silfurs Egils í dag. Þorgerður Katrín sagði að hennar mati hafi kosningarnar markað þáttaskil varðandi íbúalýðræðiskosningar. En það lesa ekki allir það sama í niðurstöðurnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að fólk sé búið að segja hingað og ekki lengra og að þessar niðurstöður muni blása vind í brjóst áframhaldandi baráttuanda um að við getum byggt upp nýtt og annað Ísland. Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna. Fyrirfram var búist við spennandi kosningum og það gekk eftir. 50,3 prósent Hafnfirðinga sögðu já við stækkun álversins en 49,7 prósent sögðu nei. Ljóst er því að ekkert verður af stækkuninni. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af því að efnahagslífið líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga. "Þetta mun trúlega hafa einhver áhrif á fjárfestingaumhverfið og viðskiptaumhverfið í landinu" segir Jón. Hann segir það vera eitthvað sem menn verði að hafa í huga þegar þeir taki ákvörðun af þessu tagi. Aðspurður sagðist hann hafa áhyggjur af því. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki enda geti menn rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á fjárfestingarfyrirtæki í landinu ef það orð leggst á að fyrirtæki hafi enga vissu og ekkert öryggi eða rétt þrátt fyrir að þau séu búin að leggja fram stórfé eins var í þessu tilfelli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir vissulega munu niðurstöðurnar hafa áhrif á efnahagslífið enda séu þær svar við þeirri kröfu sem uppi hefur verið um að ná niður þenslunni í efnahagsmálum og þessa ákvörðun tekur almenningur í Hafnarfirði en ekki ríkið. Ingibjörg Sólrún segir kosningarnar hins vegar marka tímamót í þróun lýðræðis hér á landi. Henni finnst þátttakan vera sigur fyrir lýðræðið. Hún er sannfærð um að dagurinn í gær hafi markað tímamót í sögulegri þróun íbúalýðræðis. Í svipaðan streng tók menntamálaráðherra en hann var gestur Silfurs Egils í dag. Þorgerður Katrín sagði að hennar mati hafi kosningarnar markað þáttaskil varðandi íbúalýðræðiskosningar. En það lesa ekki allir það sama í niðurstöðurnar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir segir að fólk sé búið að segja hingað og ekki lengra og að þessar niðurstöður muni blása vind í brjóst áframhaldandi baráttuanda um að við getum byggt upp nýtt og annað Ísland.
Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira