Körfubolti

Haukar í úrslit

Ifeoma Okonkwo skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Hauka í dag.
Ifeoma Okonkwo skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Hauka í dag. Mynd/Heiða

Haukastúlkur tryggðu sér í dag sæti í úrslitum Iceland Express deildar kvenna með öruggum sigri á Stúdínum í oddaleik 81-59. Haukar unnu því einvígið 3-2 og mæta Keflavík í úrslitum mótsins.

Ifeoma Okonkwo var stigahæst hjá Haukum með 30 stig, Helena Sverrisdóttir skoraði 17 stig, gaf 14 stoðsendingar, hirti 12 fráköst og stal 5 boltum og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig.

Casey Rost, sem verið hefur frábær í liði ÍS í einvíginu, skoraði aðeins 11 stig í leiknum í dag og hitti úr 3 af 16 skotum sínum. Signý Hermannsdóttir skoraði 16 stig og hirti 13 fráköst hjá ÍS. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×