Erlent

Hicks afplánar aðeins níu mánuði

Frá Guantanamo-búðunum.
Frá Guantanamo-búðunum. MYND/AP

Dómarar við herdómstólinn í Guantanamo hafa ákveðið að Ástralíumaðurinn David Hicks þurfi aðeins að afplána níu mánuði af dómi sínum en hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í gær. Hicks verður fluttur til heimalands síns Ástralíu strax eftir helgi til að afplána dóminn. Hann játaði fyrr í vikunni að hafa aðstoðað hryðjuverkamenn í Afganistan haustið 2001 en dró við sama tækifæri til baka ásakanir um að hann hefði verið beittur harðræði í haldi Bandaríkjanna. Fjölskylda Hicks kveðst hins vegar viss um að hann hafi verið þvingaður til þess arna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×