Erlent

Haniyeh fjármagnar hryðjuverk -Olmert

Islamil Hainyeh, forsætisráðherra Palestínumanna.
Islamil Hainyeh, forsætisráðherra Palestínumanna. MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kallar forsætisráðherra Palestínumanna hryðjuverkamann, í viðtali við bandaríska vikuritið Time, sem kom út í dag. Hann segir að Ismail Haniyeh hafi persónulega afhent skæruliðum peninga til þess að gera hryðjuverkaárásir á Ísrael.

Ismail Haniyeh er einn af leiðtogum Hamas samtakanna og forsætisráðherra í þjóðstjórn Palestínumanna, þar sem þau hafa meirihluta. Vesturlönd hafa hunsað stjórn Palestínumanna eftir að Hamas náðu þar meirihluta, að Norðmönnum frátöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×