Erlent

Bretar meta ekki manngæsku okkar

Breski sjóliðinn Faye Turney
Breski sjóliðinn Faye Turney

Ástæðan fyrir því að Íranar hættu við að láta lausan kvenkyns sjóliða sem þeir hafa í haldi var sú að þeim þótti Bretar ekki kunna nógu vel að meta manngæskuna sem í því fælist. Írönsk fréttastofa hefur eftir Alireza Afshar, hershöfðingja að; "Röng hegðun þeirra sem búa í Lundúnum, er ástæðan fyrir því að hætta var við."

Fréttastofan hefur orðrétt eftir hershöfðingjanum; "Þegar þessi breski hermaður viðurkenndi að hafa rofið landhelgi okkar og lýsti hrygð sinni og iðrun, ákváðu embættismennirnir sem stjórna málinu að láta hana lausa. En í stað þess að vera þakklátir fyrir þessa manngæsku, tóku Bretar upp hótanir í málflutningi sínum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×