Góður leikur Woods dugði ekki til 28. mars 2007 17:13 NordicPhotos/GettyImages Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Þetta er þriðja árið í röð sem Tiger er á besta skori einstaklinga. Lake None klúbburinn vann nú liðkeppnina í fyrsta sinn, 22-8. Justin Rose lék best í liði Lake None í gær, á 66 höggum. Tiger var ekki kominn með neinn fugl er hann kom að sjöundu holu, en setti þar niður fyrsta fuglinn og síðan fylgdu sex í röð og munaði aðeins hársbreidd að hann færi holu í höggi. Ernie Els sagði að það væri gaman að sjá Tiger í slíkum ham. Keppnin stóð yfir í tvo daga. Á mánudag var spilaður fjórleikur eða betri bolti, en tvímenningur í gær. Lake None vann alla fimm leikina í fjórleiknum og hlaut 10 stig (2 stig fyrir hvern sigur) og vann svo tvímenninginn í gær, 12-8 (2 stig fyrir sigur í hverjum leik) og samtals 22-8. 10 kylfingar voru í hvoru liði. Fyrirliði Lake None liðsins var Ernie Els.Úrslitin í fjórleiknum (liðsmenn Lake None taldir upp á undan): Henrik Stenson og Chris DiMarco unnu Tiger Woods og John Cook 57-65 Goosen og Immelman lögðu Appleby og O'Hern 64-65 Rose og Poulter unnu Allenby og Perry 61-67 Curtis og McDowell sigruðu Janzen og Hoch 63-64 Els og McNulty unnu Howell og O'Meara 62-66. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram. Isleworth hefur unnið tvisvar, einu sinni hefur orðið jafntefli og Lake None nældi nú í sinn fyrsta sigur. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None. Þetta er þriðja árið í röð sem Tiger er á besta skori einstaklinga. Lake None klúbburinn vann nú liðkeppnina í fyrsta sinn, 22-8. Justin Rose lék best í liði Lake None í gær, á 66 höggum. Tiger var ekki kominn með neinn fugl er hann kom að sjöundu holu, en setti þar niður fyrsta fuglinn og síðan fylgdu sex í röð og munaði aðeins hársbreidd að hann færi holu í höggi. Ernie Els sagði að það væri gaman að sjá Tiger í slíkum ham. Keppnin stóð yfir í tvo daga. Á mánudag var spilaður fjórleikur eða betri bolti, en tvímenningur í gær. Lake None vann alla fimm leikina í fjórleiknum og hlaut 10 stig (2 stig fyrir hvern sigur) og vann svo tvímenninginn í gær, 12-8 (2 stig fyrir sigur í hverjum leik) og samtals 22-8. 10 kylfingar voru í hvoru liði. Fyrirliði Lake None liðsins var Ernie Els.Úrslitin í fjórleiknum (liðsmenn Lake None taldir upp á undan): Henrik Stenson og Chris DiMarco unnu Tiger Woods og John Cook 57-65 Goosen og Immelman lögðu Appleby og O'Hern 64-65 Rose og Poulter unnu Allenby og Perry 61-67 Curtis og McDowell sigruðu Janzen og Hoch 63-64 Els og McNulty unnu Howell og O'Meara 62-66. Þetta er fjórða árið í röð sem keppnin fer fram. Isleworth hefur unnið tvisvar, einu sinni hefur orðið jafntefli og Lake None nældi nú í sinn fyrsta sigur.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira