Erlent

Íranar segja Breta hafa verið í órétti

Íranskir sjóliðar vakta strendur Íran.
Íranskir sjóliðar vakta strendur Íran. MYND/AFP
Stjórnvöld í Íran halda því fram að sjóliðarnir bresku sem þau handtóku í dag hafi verið á írönsku yfirráðasvæði. Utanríkisráðherra Breta, Margaret Beckett, þvertekur hins vegar fyrir þær fullyrðingar.

Talið er að hermennirnir séu ómeiddir en samkvæmt yfirlýsingu Írana voru hermennirnir aðeins handteknir til þess að yfirheyra þá og rannsaka veru þeirra á írönsku hafsvæði.

Fulltrúi Írans í vestur-Evrópu og Beckett áttu fundi í Lundúnum í dag til þess að reyna að draga úr spennunni sem myndast hefur vegna atviksins. Beckett krafðist þess í dag að hermönnunum yrði skilað tafarlaust en þrátt fyrir það hafa Íranar neitað að gefa nokkuð upp hvað þeir ætla að gera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×