Enski boltinn

Sir Alex vill Eið Smára

Samsett mynd
Samsett mynd Mynd/Vísir.is/Getty Images

Enska blaðið The Sun greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í raðir Manchester liðsins. Samkvæmt The Sun er Eiði ætlað að taka við hlutverki sænska framherjans Henriks Larson.

Blaðið segir að Manchester geti hugsanlega krækt í íslenska landsliðsfyrirliðann fyrir 8 milljónir punda eða rúman milljarð íslenskra króna. The Sun segir að Eiður Smári eigi 3 ár eftir af samningi sínum við Barcelona og að hann sé með 70 þúsund pund í laun á viku.

Það svarar til rúmlega 9 milljóna króna launum á viku eða tæplega 480 milljónum króna í árslaun. The Sun segir að Sir Alex Ferguson hafi lengi verið hrifinn af Eiði Smára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×