Erlent

Verkfalli hjá SAS aflýst

Verkfalli flugfreyja og flugþjóna hjá flugfélaginu SAS sem hófst í morgun var aflýst nú fyrir stundu. Alls þurfti að fresta 83 flugferðum til og frá Kastrup-flugvelli í Danmörku vegna kjaradeilu starfsfólks í farþegarými, alls um 1.600 manns, við vinnuveitendur sína.

Enn á eftir að ná sáttum í deilunni en stjórnendur SAS sögðu í morgun að verkfallið væri með öllu ólöglegt. Þótt flugferðir SAS um Kastrup-flugvöll séu hafnar á nýjan leik má búast við töfum á ferðum SAS frá Kastrup í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×