Innlent

Kristinn í 2. sæti á lista Frjálslyndra í NV-kjördæmi

Kristinn H. Gunnarsson fékk annað sætið á listanum.
Kristinn H. Gunnarsson fékk annað sætið á listanum. MYND/Frjálslyndir
Frjálslyndi flokkurinn tilkynnti nú í kvöld hvernig framboðslisti þeirra í Norðvesturkjördæmi verður skipaður fyrir alþingiskosningarnar í maí. Efstur á lista er Guðjón A. Kristjánsson en annað sætið fær Kristinn H. Gunnarsson sem nýlega gekk til liðs við flokkinn eftir að hafa gengið úr röðum Framsóknarmanna.

Í síðustu kosningum fékk flokkurinn tvo menn inn í þessu kjördæmi og gæti Kristinn því hlotið sæti á Alþingi að nýju.

Framboðslistinn er annars svo skipaður:

1. Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður. Ísafirði

2. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Bolungarvík.

3. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir. Menntunarfræðingur og ráðgjafi Akranesi. 4. Ragnheiður Ólafsdóttir, Öryrki og og listamaður Akranesi.

5. Anna Margrét Guðbrandsdóttir. Heilbrigðis- og aðhlynningarstarfsmaður við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Sauðárkróki.

6. Guðmundur Björn Hagalínsson, Bóndi og formaður eldri borgara í Önundarfirði, Flateyri.

7. Brynja Úlfarsdóttir. Stuðningsfulltrúi, Ólafsvík.

8. Helgi Helgason. Bóndi. Borgarfirði.

9. Gunnlaugur Guðmundsson. Bóndi, Söndum Miðfirði Húnaþingi Vestra.

10. Lýður Árnason. Heilbrigðisstarfsmaður, Bolungarvík.

11. Hanna Þrúður Þórðardóttir. Heimavinnandi húsmóðir. Sauðárkróki.

12. Páll Jens Reynisson. Véla- og iðnaðarverkfræðinemi við HÍ. Hólmavík.

13. Sæmundur T. Halldórsson. Verkamaður, Akranesi.

14. Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir. Verslunarrekandi, Dalabyggð.

15. Þorsteinn Árnason. Vélverkfræðingur, Andakílsárvirkjun, Borgarfirði.

16. Þorsteinn Sigurjónsson. Bóndi, Reykjum Hrútafirði.

17. Rannveig Bjarnadóttir. Stuðningsfulltrúi, Akranesi.

18. Pétur Bjarnason. Framkvæmdastjóri og varaþingmaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×