Golf

Frábær árangur hjá Birgi Leifi

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sínum besta árangri í Evrópumótaröðinni í golfi þegar hann varð í 25-33. sæti á móti á TCL meistaramótinu í Kína.  Birgir Leifur fékk 630 þúsund krónur í verðlaunafé og lék lokahringinn í nótt á 68 höggum, eða fjórum höggum undir pari.

Tælendingurinn, Chapchai Nirat sigraði á mótinu sem lauk í morgun.  Hann varð þremur höggum á undan Argentínumanninum Rafael Echenique.  Nirat fékk rúmar 11 milljónir króna í sigurlaun.  Þetta er fyrsti sigur hans í evrópsku mótaröðinni.

Birgir Leifur lék á 4 undir pari í morgun líkt og hann gerði fyrsta keppnisdaginn.  Samtals lék Birgir Leifur á 10 undir pari.  Hann fékk 17 fugla, 7 skolla og paraði 48 holur.

Birgir Leifur er kominn í 196. sæti á peningalistanum í Evrópsku mótaröðinni en hann er búinn að vinna sér inn 960 þúsund krónur í mótaröðinni á keppnistíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×