Innlent

Nemendur Melaskóla afhenda ABC barnahjálp framlög sín

Söfnunni "Börn hjálpa börnum 2007" lýkur með táknrænum hætti í hátíðarsal Melaskóla á morgun, föstudaginn 16. mars kl 11. Þá munu nemdur skólans afhenda Guðrúnu Margréti Pálsdóttur og Sigurlínu Þ. Sigurjónsdóttur hjá ABC barnahjálp söfnunarbauka sína. Af þessu tilefni mun utanríkisráðherra afhenda raunsarlegt framlag að upphæð 12 milljónir kr.til landakaupa í Pakistan þar sem skólarnir verða reistir.

Mikil og góð þátttaka hefur verið í söfnuninni í ár og hafa um 3000 börn í 105 grunnskólum um land allt gengið í hús og safnað framlögum í bauka. Safnað var fyrir byggingu heimavistarskóla ABC í Pakistan og Kenýa.

Söfnunin Börn hjálpa börnum hefur verið haldin árlega sl. 10 ár og hafa margir skólar og barnaheimili verið reist fyrir söfnunarfé íslenskra grunnskólabarna. Nemendur í framhaldsskólum hafa einnig tekið þátt í að safna fyrir Pakistan og nú stendur yfir söfnun nemenda í Fjölbrautarskólanum í Ármúla fyrir fimmta ABC skólanum í Pakistan í þorpinu Gujranwala, en þeir fetuðu í fótspor Borgarholtsskóla sem safnaði í fyrra fyrir byggingu skóla í þorpinu Jaranwala í Pakistan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×