Erlent

Berjast gegn kynlífstúrisma

Kynlífstúristar sækja gjarnan til Asíu til þess að finna sér börn til að misnota.
Kynlífstúristar sækja gjarnan til Asíu til þess að finna sér börn til að misnota.

Stærstu ferðaskrifstofur Danmerkur ætla að taka höndum saman við lögregluna til þess að koma í veg fyrir að danskir ferðamenn misnoti börn í öðrum löndum kynferðislega. Svokallaðar kynlífsferðir eru vinsælar víða um heim, en í þeim eru kynlífsfélagar innifaldir í verðinu. Stundum eru þessir kynlífsfélagar börn.

Samkvæmt nýjum lögum í Danmörku er nú hægt að sækja til saka þá sem misnota börn kynferðislega í öðrum löndum. Það er á grundvelli þessara laga sem ferðaskrifstofurnar ætla að vinna með lögreglunni. Þær setja þó ýmsa fyrirvara og segja að þær geti ekki tekið að sér hlutverk lögregluþjóna og njósnað um viðskiptavini sína.

Hinsvegar séu þær á öðrum sviðum fúsar til þess að gera það sem þær geti til þess að koma í veg fyrir misnotkun á börnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×