Erlent

Bretar vilja ekki opna Heathrow

Frá Heathrow flugvelli.
Frá Heathrow flugvelli.

Bretar vilja fresta gildistöku samnings um frjálst flug milli Evrópu og Bandaríkjanna, um eitt ár. Samningurinn á að taka gildi í október á þessu ári, og kemur í staðin fyrir gamlan samning sem rekja má allt aftur til síðari heimsstyrjaldarinnar. Bretar veigra sér við því að létta hömlum af Heathrow flugvelli sem er stærsta flugmiðstöð í Evrópu.

Bresku flugfélögin British Airways og Virgin Atlantic, sem bæði fljúga arðbærar flugleiðir frá Heathrow, hafa gagnrýnt samninginn harðlega og segja að hann sé alltof hallur Bandaríkjamönnum. Bretland er eina Evrópulandið sem vill fá lengri aðlögunarfrest, á fundi sem nú stendur yfir í Brussel. Bandaríkjamenn segja hinsvegar að samningaviðræðunum sé lokið, og ekkert meira um að tala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×