Erlent

Tsvangirai á gjörgæslu

Morgan Tsvangirai. Eins og sjá má hefur hann fengið mikinn höfuðáverka.
Morgan Tsvangirai. Eins og sjá má hefur hann fengið mikinn höfuðáverka. MYND/AP

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi vegna gruns um höfuðkúpubrot. Á myndum má sjá að hann er með svöðusár á höfði, sem hann hlaut meðan hann var í vörslu lögreglunnar. Talsmaður hans segir að Tsvangirai muni fara í heilaskönnun og einnig þurfi hann að fá blóðgjöf vegna mikils blóðmissis af sárum sínum.

Ken Boffard, prófessor í skurðlækningum við Sjúkrahúsið í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, segir að gríðarlegt afl þurfi til þess að brjóta höfuðkúpu. Því sé mikilvægt að taka höfuðáverka sem fyrst til meðferðar, til að minnka líkurnar á því að skaði verði varanlegur.

Ríkisfjölmiðlarnir í Zimbabwe hafa ekki flutt fréttir af ásökunum um að Morgan Tsvangirai hafi verið misþyrmt í fangelsi. Þeir saka hann og stuðningsmenn hans um að hafa hleypt af stað öldu ofbeldis.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×