Erlent

Hefur efni á andabringum

Andrés skilaði góðum hagnaði.
Andrés skilaði góðum hagnaði.

Norðmaðurinn Andreas Höjvold, sem býr á Kristjánssandi, er ekki á flæðiskeri staddur þessa dagana og það getur hann meðal annars þakkað nafna sínum Önd. Andreas, sem er 34 ára gamall byrjaði að safna Andrésar Andar blöðum þegar hann var smágutti. Svo var hann búinn að fá nóg og seldi blaðasafnið sitt fyrir litlar 27 milljónir króna.

En það var ekki eini lukkupottur Andrésar hins norska. Hann vann nefnilega pókerkeppni í Þýskalandi nokkrum dögum áður og hafði þar um 50 milljónir króna upp úr krafsinu. Fjárhagsins vegna gæti hann því sem best borðað rauðvínslegnar andabringur í hvert mál, næstu vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×