Ferrari getur unnið án Schumachers 13. mars 2007 19:15 Michael Schumacher NordicPhotos/GettyImages Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. "Við áttum góð og slæm ár í bland þegar ég var við stjórnvölinn á sínum tíma - maður getur ekki alltaf unnið," sagði Brawn um vonbrigðin síðustu tvö ár. "Fólkið sem stóð á bak við bílana þegar best gekk er enn í liðinu og því er engin ástæða til að ætla annað en að Ferrari verði í baráttunni um titilinn áfram. Bíllinn í ár virðist einstaklega góður og þó að ákveðnir töfrar séu kannski farnir frá liðinu eftir að Schumacher hætti, er ekkert sem bendir til annars en að liðið verði sterkt að þessu sinni," sagði Brawn og bætti við að sér litist ágætlega á Kimi Raikkönen. "Kimi er allt annar maður en Schumacher. Michael var búinn að vinna tvo titla þegar hann kom til Ferrari á sínum tíma og hann lét meira í sér heyra og vann mjög vel með liðinu. Ég þekki Kimi ekki, en hann sýnist mér vera maður sem bara mætir og ekur eins og ljón. Það sem skiptir mestu máli með Kimi er að hann er öskufljótur og gerir fá mistök. Hann er líka umkringdur fólki sem veit hvað það er að gera og það mun hjálpa honum mikið." Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari í Formúlu 1, segir að liðið sé í góðri aðstöðu til að vinna titil bílasmiða á komandi tímabili þó það njóti ekki lengur krafta hins magnaða Michael Schumachers. Hann segir liðið í góðum málum með þá Kimi Raikkönen og Felipa Massa við stýrið. "Við áttum góð og slæm ár í bland þegar ég var við stjórnvölinn á sínum tíma - maður getur ekki alltaf unnið," sagði Brawn um vonbrigðin síðustu tvö ár. "Fólkið sem stóð á bak við bílana þegar best gekk er enn í liðinu og því er engin ástæða til að ætla annað en að Ferrari verði í baráttunni um titilinn áfram. Bíllinn í ár virðist einstaklega góður og þó að ákveðnir töfrar séu kannski farnir frá liðinu eftir að Schumacher hætti, er ekkert sem bendir til annars en að liðið verði sterkt að þessu sinni," sagði Brawn og bætti við að sér litist ágætlega á Kimi Raikkönen. "Kimi er allt annar maður en Schumacher. Michael var búinn að vinna tvo titla þegar hann kom til Ferrari á sínum tíma og hann lét meira í sér heyra og vann mjög vel með liðinu. Ég þekki Kimi ekki, en hann sýnist mér vera maður sem bara mætir og ekur eins og ljón. Það sem skiptir mestu máli með Kimi er að hann er öskufljótur og gerir fá mistök. Hann er líka umkringdur fólki sem veit hvað það er að gera og það mun hjálpa honum mikið."
Formúla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira