Erlent

Svíar stuðla að kynþáttahatri á Finnum

Svíar draga upp neikvæða mynd af Finnlandi, Finnum og Svíþjóðarfinnum í kennslubókum og stuðla þannig jafnvel að kynþáttahatri. Þetta segir Raija Vahasalo fulltrúi sendinefndar Finna í Norðurlandaráði. Hann sendi fyrirspurn um málið til Jans Björklunds menntamálaráðherra Svía.

Sænskir kennarar og nemendur nota eru ekki aðeins kennslubækur í námi. Þeir nýta sér einnig dagblöð, sjónvarp, netið, kvikmyndir og bókmenntir. Þetta var svar Björklunds til Vahasalo.

Finninn telur að sú mynd sem Svíar dragi upp af sé afar neikvæð og vísi jafnvel til kynþáttahaturs. Vahasalo vísar þannig í könnun sem gerð var af Háskólanum í Dölunum sem leiðir í ljós að í sumum verkefnum séu gefnar rangar upplýsingar. Björklund leggur áherslu á að kennslubækur eigi ekki að mismuna fólki eftir þjóðerni, né misbjóða því og hann telur mikilvægt að vera sífellt að bæta skólabækur.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×