Viðskipti innlent

Síminn kaupir breskt símafyrirtæki

Sævar Freyr Þráinsson stjórnarformaður Aerofone og Jo Marks framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem einnig er ein af stofnendum þess.
Sævar Freyr Þráinsson stjórnarformaður Aerofone og Jo Marks framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem einnig er ein af stofnendum þess. MYND/Síminn

Síminn hefur keypt öll hlutabréf í breska farsímafyrirtækinu Aerofone. Fyrirtækið er öflugt þjónustufyrirtæki á breska farsímamarkaðnum. Í tilkynningu frá Símanum segir að markmiðið með kaupunum sé að efla þjónustuna við viðskiptavini félagsins í Bretlandi.

Eitt af mikilvægustu markmiðum félagsins sé að fylgja eftir útrás íslenskra fyrirtækja. Þess vegna hafi fyrirtækið komið á fót starfsemi í London undir nafninu Síminn UK. Kaupin á Aerofone styðja starfsemina til mikilla muna.

Aerofone var stofnað árið 1985 og hefur hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna fyrir þjónustu sína hjá samtökum breskra símafyrirtækja, Mobile News Awards. Aerofone er staðsett í Bedford.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×