Innlent

Dorrit sveiflaði sér í kaðli

Forsetafrúin klifraði upp kaðla með nemendum Ártúnsskóla í Reykjavík og forsetinn var spurður að því hvernig honum þætti að láta gera grín að sér í Spaugsstofunni, þegar þau voru í opinberri heimsókn í skólanum í dag.

Forstetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og frú Dorrit Moussaieff kynntu sér starfsemi Ártúnsskóla í dag í tilefni af því að skólinn hlaut Íslensku menntaverðlaunin árið 2006 fyrir vel unnið fræðslustarf og nýsköpun.

Forsetahjónin heimsóttu allar deildir skólans og brá forsetafrúin á leik með börnunum í leikfimi. Þeim var vel tekið í skólanum enda ekki oft sem forsetinn kemur í heimsókn. Að loknu ávarpi forsetans fengu nemendur tækifæri til að spyrja hann ýmissa spurninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×